Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar 12. október 2025 07:00 Ég tilheyri því örbroti mannkyns sem hef íslensku að móðurmáli. Það er út af fyrir sig stórmerkilegt og ekki síst bara soldið skemmtilegt. Við sem tilheyrum þessu örbroti erum flest, held ég, nokkuð montin af þessari sérstöðu okkar og finnst mikilvægt að leggja rækt við málið. Jafnvel þótt að stundum sé það óttalegt bras, rándýrt og frekar óhagkvæmt stundum. Fyrr í þessari viku fengum við skemmtilegt tækifæri til að velta vöngum yfir einum anga þessa tungumáls okkar. Þá mælti Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, fyrir frumvarpi um breytingu á mannanafnalögum. Fyrir ykkur sem misstuð af, þá mæli ég eindregið með að finna ræðuna á vef Alþingis. Hún er hrein listasmíð. Í annan stað þá birtist okkur sú fregn að æ færri nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi læsu íslenskar miðaldabókmenntir og bækur eftir Halldór Laxness. Íslenskan? Ég er ekkert viss um að það hafi verið viljandi hjá mínum skólum, en ég gekk lengi út frá því sem gefnum hlut að það góða fólk sem fann þessa eyju okkar og byggði hana, hafi talað „íslensku“ eins og ég, nema bara með skrítnum gamaldags orðum inná milli. Svo hafi það bara gleymst hérna í nokkur hundruð ár og tungumálið „orðið eftir“ á meðan hafi öll norðurlöndin lent í einhverri óskaplegri hrærivél og bara klúðrað gamla málinu, og úr orðið norska, sænska og danska. Mig grunar að ég hafi ekkert verið einn um þetta. Staðreyndin er reyndar sú, að ef við fengjum færi á að tala við þetta fólk sem hér settist fyrst að og bjó hér fyrstu aldirnar, myndum við ekki skilja bofs í hvort öðru. Öðru máli myndi gegna um hið skrifaða orð, þar myndi okkur ganga ljómandi vel, svona að því gefnu að við hefðum tekið eins og eitt námskeið í handritalestri. Miðað við að mér gengur oft bölvanlega að lesa gömul sendibréf með tengiskrift, er þó ekkert víst að ég yrði miklu bættari. Við værum með öðrum orðum öll með íslensku að móðurmáli, en skyldum hvort annað ekki nema bara svona hippsumhapps, ef svo gott. Önnur mikilvæg staðreynd til að hafa í huga, er að íslenskan þróaðist sem sérstakt túngumál, ekki endilega af svo góðu. Það var engin málverndarstefna sett hér á 13. eða 14. öld sem lagðist sem hlífskyldi yfir tungumálið okkar. Við vorum bara langt í burtu og ekki nema örfáar hræður sem flæktust milli landa. Ég er þess nokkuð fullviss um að vísitöluíslendingur fyrri alda hefði gjarnan viljað stunda meiri verslun við útlönd og talið að meiri lífsgæði sem fengjust með því væru mikilvægari en verndun tungumálsins. Aukin samgangur við önnur svæði og lönd er nefnilega góður hlutur, sömuleiðis að geta tjáð sig milliliðalaust í slíkum samskiptum. Enska hefur ekki orðið jafn útbreidd og rauninn er hér á landi vegna þess að „henni hefur verið troðið upp á okkur“, heldur vegna þess að enskukunnátta margfaldar tækifæri okkar til menntunar, atvinnutækifæra, fróðleiks, afþreyingar og svo videre og videre. Verndun málsins Síðustu 200 ár eða svo, sennilega eitthvað lengur, kannski eitthvað skemur, hefur fólk haft meiri og meiri áhyggjur af íslenskunni. Við höfum verið ötul að tala og skrifa um hvernig þetta er allt saman allt að fara til fjandans til. Íslenskunni bara hnignar og hnignar og allt í volli. Enda hefur ýmislegt verið reynt. Mannanafnalögin eru af gömlum merg, enda gengur ekki að fólk gangi hér bara um og nefni börnin eitthvað útí loftið. Það hafa verið sett lög, kanasjónvarpið var bannað, við verðum að syngja á íslensku í söngvakeppninni, gefnar eru út réttritunarbækur, stafsetningarbækur og orðabækur. Það eru málverndunarstefnur og málfarsráðunautar og ég veit ekki hvað og hvað. Sumt kannað vera til bóta, annað til skaða og sumt er beinlínis fyndið. Sumt er nokkuð skemmtilegt og annað alveg alls ekki skemmtilegt. Eitt sem er bara frekar leiðinlegt, þótt það sé stundum alveg skemmtilegt, eru málvöndunarfólk. Lengi var helsti vettvangur þeirra lesendadálkar í blöðum en þau hafa fíleflst að móð með tilkomu netsins, fyrst á bloggum og svo á kommentakerfunum og samskiptamiðlum. Svo hefur málvöndun líka birst okkur á beinlínis andstyggilegan hátt. Núna á síðustu misserum hefur til að mynda verið ítrekað hnýtt í að fólk sé ávarpað með kynhlutlausum hætti. Jafnvel talað eins og það sé alger nýlunda, þótt að kynhlutlaust mál megi alveg finna víða í miðaldabókmenntum. Þetta er ekkert bundið við eina kynslóð umfram aðrar. Núna nýverið ályktaði ungliðahreyfing nokkur að efni á vegum þeirra flokks skyldi ekki vera á kynhlutlausu máli heldur „venjulegu“. Hvað svo sem í ósköpunum það nú þýðir. Einu sinni var „venjulegt“ að tala um „fávitahæli“ og „kynvillinga“. Eftir því sem að vitund og viðhorf breyttust, gekk það nokkuð hratt yfir að við hættum að nota þessi meiðandi og andstyggilegu orð. Fáum dettur í hug að í því hafi falist nein sérstök aðför að „venjulegu“ máli, heldur bara sjálfsögð umhyggja og virðing fyrir hvort öðru. Á þá bara ekki að gera bara ekki neitt neitt? Kannski heldur einhver sem lesið hefur ofangreint, að mér sé slétt sama um málið okkar. Það er alls ekki svo. Að fá að hafa þetta móðurmál að sínu, er meiriháttar. Það er ótrúlegt að geta lesið miðaldabókmenntir (eftir yfirferð sérfræðinga) sem gerðust á stöðum sem ég hef flækst um. Það er gaman að leika sér að málinu og leika sér í því. Það er örugglega hægt að verðmeta þann kostnað sem tungumálið veldur okkur, en það er erfiðara að meta til fjár þau verðmæti sem felast í því. Ef það er eitthvað í menningunni okkar sem sannarlega stendur undir því að vera ómetanlegt, er það sennilega tungumálið okkar. Þá komum við að því sem um gat fyrst í þessum pistli. Tillögur Jóns Gnarr um breytingar á mannanafnalögum opinbera öðru fremur í hversu miklar ógöngur við getum ratað þegar við reglusetjum tungumál. Af því tungumál er bæði allt og ekkert og allt þar á milli. Það er í eðli sínu órökrétt að bindast tungumáli tilfinningaböndum, því það er þrátt fyrir allt tæki til samskipta, en ekki markmið í sjálfu í sér. Við myndum líklega seint þykja svo vænt um lyklaborðin okkar, að við myndum setja sérstakar reglur um verndun þeirra. Íslenskan er því bæði ómetanlegt menningarverðmæti og samskiptatæki. Hvað gerum við þá? Við því á ég ekkert svar. Ég giska samt á að lausnin felst ekki í því að vera leiðinlegur og nota tungumálið á meiðandi og andstyggilegan hátt. Ég held við verndum ekki tungumálið með því að banna fólki að taka upp ættarnafn. Ég held sömuleiðis að við verndum ekki tungumálið með því að þusa yfir því hvort að það standi „restaurant“ eða „veitingastaður“ á skiltum bæjarins. Við verndum það alveg örugglega ekki með því að telja við tölum rétt og aðrir ekki. Það versta sem börnin okkar fara á mis við, við að lesa ekki Laxness, er að þá fækkar tækifærunum þeirra til að heyra og sjá að það eru til allskonar íslenskur. Það má alveg skrifa „jæa“ í staðinn fyrir „jæja“, eða „úngur“ í staðinn fyrir ungur. Það er til fullt af allskonar orðum og stafsetningum og það má alveg blanda þessu öllu saman. Það er vissulega hægt að segja eitthvað sem einhver skilur ekki og þá bara komið upp vandamál sem hægt er að leysa, en það er ekki til neitt sem heitir málvilla eða rangt mál, bara öðruvísi mál. Ég nefnilega held að það sem íslenskan þarf mest á að halda, sé að við notum hana til að segja, og skrifa, skemmtilega og áhugaverða hluti. Eftirskrift Í þessu greinarkorni eru fullt af málvillum, slettum og stafsetningarklúðri. Sumt viljandi og annað ekki. Svona getur það verið stundum Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Njarðarson Íslensk tunga Mannanöfn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég tilheyri því örbroti mannkyns sem hef íslensku að móðurmáli. Það er út af fyrir sig stórmerkilegt og ekki síst bara soldið skemmtilegt. Við sem tilheyrum þessu örbroti erum flest, held ég, nokkuð montin af þessari sérstöðu okkar og finnst mikilvægt að leggja rækt við málið. Jafnvel þótt að stundum sé það óttalegt bras, rándýrt og frekar óhagkvæmt stundum. Fyrr í þessari viku fengum við skemmtilegt tækifæri til að velta vöngum yfir einum anga þessa tungumáls okkar. Þá mælti Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, fyrir frumvarpi um breytingu á mannanafnalögum. Fyrir ykkur sem misstuð af, þá mæli ég eindregið með að finna ræðuna á vef Alþingis. Hún er hrein listasmíð. Í annan stað þá birtist okkur sú fregn að æ færri nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi læsu íslenskar miðaldabókmenntir og bækur eftir Halldór Laxness. Íslenskan? Ég er ekkert viss um að það hafi verið viljandi hjá mínum skólum, en ég gekk lengi út frá því sem gefnum hlut að það góða fólk sem fann þessa eyju okkar og byggði hana, hafi talað „íslensku“ eins og ég, nema bara með skrítnum gamaldags orðum inná milli. Svo hafi það bara gleymst hérna í nokkur hundruð ár og tungumálið „orðið eftir“ á meðan hafi öll norðurlöndin lent í einhverri óskaplegri hrærivél og bara klúðrað gamla málinu, og úr orðið norska, sænska og danska. Mig grunar að ég hafi ekkert verið einn um þetta. Staðreyndin er reyndar sú, að ef við fengjum færi á að tala við þetta fólk sem hér settist fyrst að og bjó hér fyrstu aldirnar, myndum við ekki skilja bofs í hvort öðru. Öðru máli myndi gegna um hið skrifaða orð, þar myndi okkur ganga ljómandi vel, svona að því gefnu að við hefðum tekið eins og eitt námskeið í handritalestri. Miðað við að mér gengur oft bölvanlega að lesa gömul sendibréf með tengiskrift, er þó ekkert víst að ég yrði miklu bættari. Við værum með öðrum orðum öll með íslensku að móðurmáli, en skyldum hvort annað ekki nema bara svona hippsumhapps, ef svo gott. Önnur mikilvæg staðreynd til að hafa í huga, er að íslenskan þróaðist sem sérstakt túngumál, ekki endilega af svo góðu. Það var engin málverndarstefna sett hér á 13. eða 14. öld sem lagðist sem hlífskyldi yfir tungumálið okkar. Við vorum bara langt í burtu og ekki nema örfáar hræður sem flæktust milli landa. Ég er þess nokkuð fullviss um að vísitöluíslendingur fyrri alda hefði gjarnan viljað stunda meiri verslun við útlönd og talið að meiri lífsgæði sem fengjust með því væru mikilvægari en verndun tungumálsins. Aukin samgangur við önnur svæði og lönd er nefnilega góður hlutur, sömuleiðis að geta tjáð sig milliliðalaust í slíkum samskiptum. Enska hefur ekki orðið jafn útbreidd og rauninn er hér á landi vegna þess að „henni hefur verið troðið upp á okkur“, heldur vegna þess að enskukunnátta margfaldar tækifæri okkar til menntunar, atvinnutækifæra, fróðleiks, afþreyingar og svo videre og videre. Verndun málsins Síðustu 200 ár eða svo, sennilega eitthvað lengur, kannski eitthvað skemur, hefur fólk haft meiri og meiri áhyggjur af íslenskunni. Við höfum verið ötul að tala og skrifa um hvernig þetta er allt saman allt að fara til fjandans til. Íslenskunni bara hnignar og hnignar og allt í volli. Enda hefur ýmislegt verið reynt. Mannanafnalögin eru af gömlum merg, enda gengur ekki að fólk gangi hér bara um og nefni börnin eitthvað útí loftið. Það hafa verið sett lög, kanasjónvarpið var bannað, við verðum að syngja á íslensku í söngvakeppninni, gefnar eru út réttritunarbækur, stafsetningarbækur og orðabækur. Það eru málverndunarstefnur og málfarsráðunautar og ég veit ekki hvað og hvað. Sumt kannað vera til bóta, annað til skaða og sumt er beinlínis fyndið. Sumt er nokkuð skemmtilegt og annað alveg alls ekki skemmtilegt. Eitt sem er bara frekar leiðinlegt, þótt það sé stundum alveg skemmtilegt, eru málvöndunarfólk. Lengi var helsti vettvangur þeirra lesendadálkar í blöðum en þau hafa fíleflst að móð með tilkomu netsins, fyrst á bloggum og svo á kommentakerfunum og samskiptamiðlum. Svo hefur málvöndun líka birst okkur á beinlínis andstyggilegan hátt. Núna á síðustu misserum hefur til að mynda verið ítrekað hnýtt í að fólk sé ávarpað með kynhlutlausum hætti. Jafnvel talað eins og það sé alger nýlunda, þótt að kynhlutlaust mál megi alveg finna víða í miðaldabókmenntum. Þetta er ekkert bundið við eina kynslóð umfram aðrar. Núna nýverið ályktaði ungliðahreyfing nokkur að efni á vegum þeirra flokks skyldi ekki vera á kynhlutlausu máli heldur „venjulegu“. Hvað svo sem í ósköpunum það nú þýðir. Einu sinni var „venjulegt“ að tala um „fávitahæli“ og „kynvillinga“. Eftir því sem að vitund og viðhorf breyttust, gekk það nokkuð hratt yfir að við hættum að nota þessi meiðandi og andstyggilegu orð. Fáum dettur í hug að í því hafi falist nein sérstök aðför að „venjulegu“ máli, heldur bara sjálfsögð umhyggja og virðing fyrir hvort öðru. Á þá bara ekki að gera bara ekki neitt neitt? Kannski heldur einhver sem lesið hefur ofangreint, að mér sé slétt sama um málið okkar. Það er alls ekki svo. Að fá að hafa þetta móðurmál að sínu, er meiriháttar. Það er ótrúlegt að geta lesið miðaldabókmenntir (eftir yfirferð sérfræðinga) sem gerðust á stöðum sem ég hef flækst um. Það er gaman að leika sér að málinu og leika sér í því. Það er örugglega hægt að verðmeta þann kostnað sem tungumálið veldur okkur, en það er erfiðara að meta til fjár þau verðmæti sem felast í því. Ef það er eitthvað í menningunni okkar sem sannarlega stendur undir því að vera ómetanlegt, er það sennilega tungumálið okkar. Þá komum við að því sem um gat fyrst í þessum pistli. Tillögur Jóns Gnarr um breytingar á mannanafnalögum opinbera öðru fremur í hversu miklar ógöngur við getum ratað þegar við reglusetjum tungumál. Af því tungumál er bæði allt og ekkert og allt þar á milli. Það er í eðli sínu órökrétt að bindast tungumáli tilfinningaböndum, því það er þrátt fyrir allt tæki til samskipta, en ekki markmið í sjálfu í sér. Við myndum líklega seint þykja svo vænt um lyklaborðin okkar, að við myndum setja sérstakar reglur um verndun þeirra. Íslenskan er því bæði ómetanlegt menningarverðmæti og samskiptatæki. Hvað gerum við þá? Við því á ég ekkert svar. Ég giska samt á að lausnin felst ekki í því að vera leiðinlegur og nota tungumálið á meiðandi og andstyggilegan hátt. Ég held við verndum ekki tungumálið með því að banna fólki að taka upp ættarnafn. Ég held sömuleiðis að við verndum ekki tungumálið með því að þusa yfir því hvort að það standi „restaurant“ eða „veitingastaður“ á skiltum bæjarins. Við verndum það alveg örugglega ekki með því að telja við tölum rétt og aðrir ekki. Það versta sem börnin okkar fara á mis við, við að lesa ekki Laxness, er að þá fækkar tækifærunum þeirra til að heyra og sjá að það eru til allskonar íslenskur. Það má alveg skrifa „jæa“ í staðinn fyrir „jæja“, eða „úngur“ í staðinn fyrir ungur. Það er til fullt af allskonar orðum og stafsetningum og það má alveg blanda þessu öllu saman. Það er vissulega hægt að segja eitthvað sem einhver skilur ekki og þá bara komið upp vandamál sem hægt er að leysa, en það er ekki til neitt sem heitir málvilla eða rangt mál, bara öðruvísi mál. Ég nefnilega held að það sem íslenskan þarf mest á að halda, sé að við notum hana til að segja, og skrifa, skemmtilega og áhugaverða hluti. Eftirskrift Í þessu greinarkorni eru fullt af málvillum, slettum og stafsetningarklúðri. Sumt viljandi og annað ekki. Svona getur það verið stundum Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar