Magga Stína komin til Amsterdam Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. október 2025 10:11 Magga Stína var handtekin ásamt öðrum meðlimum frelsisflotans á skipinu Conscience í vikunni. Áhöfnina skipuðu meðal annars læknar, blaðamenn og aðgerðasinnar. Vísir/Arnar Halldórsson Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa. Þetta staðfestir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, í samtali við fréttastofu. Hún kemur til með að dvelja í Amsterdam næstu daga en gefur ekki kost á viðtali að svo stöddu. Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience aðfaranótt miðvikudags, þar á meðal Möggu Stínu. Í gærmorgun fékk fjölskylda hennar þær fréttir að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl. Þar með var hún laus úr haldi. Hún lenti sem fyrr segir í Amsterdam seint í gærkvöldi. Vopnahlé tók gildi á Gasa í gær og er fyrsti fasi í að koma á friði á svæðinu. Í vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas felst að Hamas-liðar sleppi þeim tuttugu gíslum sem talið er að séu enn á lífi í haldi þeirra og að Ísraelar sleppi um tvö þúsund Palestínumönnum sem þeir halda föngnum. Þá eiga ísraelskir hermenn einnig að hörfa á Gasaströndinni. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Holland Tengdar fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 „Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32 Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þetta staðfestir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, í samtali við fréttastofu. Hún kemur til með að dvelja í Amsterdam næstu daga en gefur ekki kost á viðtali að svo stöddu. Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience aðfaranótt miðvikudags, þar á meðal Möggu Stínu. Í gærmorgun fékk fjölskylda hennar þær fréttir að hún væri á farþegalista í flugi frá Ísrael til Istanbúl. Þar með var hún laus úr haldi. Hún lenti sem fyrr segir í Amsterdam seint í gærkvöldi. Vopnahlé tók gildi á Gasa í gær og er fyrsti fasi í að koma á friði á svæðinu. Í vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas felst að Hamas-liðar sleppi þeim tuttugu gíslum sem talið er að séu enn á lífi í haldi þeirra og að Ísraelar sleppi um tvö þúsund Palestínumönnum sem þeir halda föngnum. Þá eiga ísraelskir hermenn einnig að hörfa á Gasaströndinni.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Holland Tengdar fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17 „Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32 Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Ísraelski herinn handtók alla meðlimi bátsins Conscience um klukkan 04:30 að staðartíma í nótt. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, Magga Stína, var ein þeirra sem var um borð. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir alla farþega skipanna við góða heilsu, að þau verði flutt til hafnar í Ísrael og vísað úr landi fljótlega. Utanríkisráðuneytið fylgist með málinu. 8. október 2025 07:17
„Auðvitað er ég hrædd um hana“ „Auðvitað er mér ekki rótt. Auðvitað er ég hrædd um hana. En ég veit að hún stendur sig vel og ég er stolt af því sem hún hefur gert,“ segir Sólveig Hauksdóttir, móðir Margrétar Kristínar Blöndal, eða Möggu Stínu, sem hefur verið handtekin og flutt til Ísrael. 8. október 2025 20:32
Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. 10. október 2025 10:20