Fótbolti

Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervi­greind

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham tekur sjálfur með sér og hasarmyndagoðsögninni Jackie Chan.
David Beckham tekur sjálfur með sér og hasarmyndagoðsögninni Jackie Chan. Getty/Zhizhao Wu

David Beckham er ekki smávaxinn maður og var oftast með hávöxnustu leikmönnum inni á fótboltavellinum á sínum ferli og því vekur ný mynd af honum talsverða athygli.

Beckham hitti körfuboltagoðsagnirnar Shaquille O'Neal og Yao Ming á dögunum og það var tekin mynd af þeim saman.

Það er ekkert skrítið að sumir haldi að myndin sé útkoma úr gervigreind enda er Beckham afar smáaxinn við hlið NBA-miðherjanna tveggja.

David Beckham er 183 sentímetrar á hæð en á ekkert í þá Shaq, sem er 216 sentímetrar á hæð og Yao Ming sem er 229 sentímetrar á hæð.

Fjórða súperstjarnan var einnig á svæðinu en það var hasarleikarinn Jackie Chan sem er minnstur af þeim öllum eða aðeins 174 sentímetrar á hæð.

Myndir af þeim saman má finna á samfélagsmiðlum Davids Beckham sem hafði greinilega mjög gaman að hitta þessar stórstjörnur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×