Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Pálmi Þórsson skrifar 11. október 2025 18:48 Ægir með góðar gætur á Kára Vísir / Guðmundur Stjarnan náði að leggja Val að velli í uppgjöri ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Stjarnan hafði fín tök á leiknum en Valsmenn sýndu seiglu, náðu að jafna og komast yfir en Stjarnan var sterkari á lokasprettinum og vann 94-91 sigur. Luka Gasic var frábær.Vísir / Guðmundur Valsmenn komu í heimsókn í Garðabæinn og tóku þar á móti Stjörnumönnum. Endurtekning á meistari meistarana en bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn í kvöld og því mikið undir. Giannis Agravanis.Vísir / Guðmundur Valsmenn voru talsvert sterkari í byrjun leiks og byrjuðu leikinn 3-13. Stjörnumenn komnir í góða holu sem átti eftir að taka smá tíma að grafa sig uppúr. Kristófer Acox að troða knettinum.Vísir / Guðmundur Það kom snemma í byrjun 2.leikhluta þegar en heimamenn skoruðu 13 stig á móti á móti 5 frá Val og leikurinn var allt í einu jafn. Þannig spilaðist leikurinn en bæði lið voru að hóta með áhlaupum en Stjörnumenn alltaf skrefi á undan. Pablo Bertone stóð sig vel í fyrsta leik.Vísir / Guðmundur 4. Leikhlutinn var spennandi og orkumikill. Bæði lið skiptust á að vera með leikinn í sínum höndum og var Kári Jónsson reyndist öflugur og hélt Völsurum á floti en Stjörnumenn áttu alltaf svar. Baráttan í fyrirrúmi í leik Stjörnunnar og Vals.Vísir / Guðmundur Lokaorðið áttu Stjörnumenn en Orri Gunnarsson átti tröllkallafrákast. Kom boltanum út á Luka Gasic. Valsmenn þurftu að brjóta og senda hann á línuna. Luka þakka fyrir sig og kláraði leikinn. Atvik leiksins Frákastið hans Orra kláraði þennan leik fyrir Stjörnuna. Valur hefði sennilega stolið þessu ef þeir hefðu farið í sókn hinu megin. Orri Gunnarsson að taka mikilvægasta frákast leiksins.Vísir / Guðmundur Stjörnur og skúrkar Luka Gasic var frábær fyrir Stjörnuna en skúrkurinn að þessu sinni er Lazar Nicolic hann klikkaði á stóru vítunum þegar þau fóru að telja. Stemning og umgjörð Mikil stemming í Garðabænum en mætingin mætti vera betri. Dómarar Dómaratríóið í dag voru þeir Sigmundur Már, Gunnlaugur Briem og Ingi Björn Jónsson. Það var mikið mótmælt en þeir voru með fínstu tök á leiknum. Þó svo þeir hafi hleypt þessu upp í smá glímu í byrjun sem tók smá tíma að leiðrétta. Bónus-deild kvenna Stjarnan Valur
Stjarnan náði að leggja Val að velli í uppgjöri ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Stjarnan hafði fín tök á leiknum en Valsmenn sýndu seiglu, náðu að jafna og komast yfir en Stjarnan var sterkari á lokasprettinum og vann 94-91 sigur. Luka Gasic var frábær.Vísir / Guðmundur Valsmenn komu í heimsókn í Garðabæinn og tóku þar á móti Stjörnumönnum. Endurtekning á meistari meistarana en bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn í kvöld og því mikið undir. Giannis Agravanis.Vísir / Guðmundur Valsmenn voru talsvert sterkari í byrjun leiks og byrjuðu leikinn 3-13. Stjörnumenn komnir í góða holu sem átti eftir að taka smá tíma að grafa sig uppúr. Kristófer Acox að troða knettinum.Vísir / Guðmundur Það kom snemma í byrjun 2.leikhluta þegar en heimamenn skoruðu 13 stig á móti á móti 5 frá Val og leikurinn var allt í einu jafn. Þannig spilaðist leikurinn en bæði lið voru að hóta með áhlaupum en Stjörnumenn alltaf skrefi á undan. Pablo Bertone stóð sig vel í fyrsta leik.Vísir / Guðmundur 4. Leikhlutinn var spennandi og orkumikill. Bæði lið skiptust á að vera með leikinn í sínum höndum og var Kári Jónsson reyndist öflugur og hélt Völsurum á floti en Stjörnumenn áttu alltaf svar. Baráttan í fyrirrúmi í leik Stjörnunnar og Vals.Vísir / Guðmundur Lokaorðið áttu Stjörnumenn en Orri Gunnarsson átti tröllkallafrákast. Kom boltanum út á Luka Gasic. Valsmenn þurftu að brjóta og senda hann á línuna. Luka þakka fyrir sig og kláraði leikinn. Atvik leiksins Frákastið hans Orra kláraði þennan leik fyrir Stjörnuna. Valur hefði sennilega stolið þessu ef þeir hefðu farið í sókn hinu megin. Orri Gunnarsson að taka mikilvægasta frákast leiksins.Vísir / Guðmundur Stjörnur og skúrkar Luka Gasic var frábær fyrir Stjörnuna en skúrkurinn að þessu sinni er Lazar Nicolic hann klikkaði á stóru vítunum þegar þau fóru að telja. Stemning og umgjörð Mikil stemming í Garðabænum en mætingin mætti vera betri. Dómarar Dómaratríóið í dag voru þeir Sigmundur Már, Gunnlaugur Briem og Ingi Björn Jónsson. Það var mikið mótmælt en þeir voru með fínstu tök á leiknum. Þó svo þeir hafi hleypt þessu upp í smá glímu í byrjun sem tók smá tíma að leiðrétta.
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn