„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2025 12:20 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er ekki sáttur við fregnir af því að bækur eftir Laxness og Íslendingasögur séu kenndar í minni mæli en áður. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Nokkuð hefur verið fjallað um að skáldsögur Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness séu á undanhaldi í íslenskum framhaldsskólum, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að hlutfall nemenda sem séu látnir lesa þær á framhaldsskólastigi sé um þriðjungur. Þá virðist Íslendingasögur einnig á undahaldi af námsskrá sama nemendahóps. Menntamálaráðherra segir þróunina hið versta mál. „Mér finnst þetta bara sorglegt, vegna þess að þetta er menningararfur okkar. Ég las Laxness og Njálu og á Íslendingasögurnar í tveimur útgáfum. Eldri útgáfur með eldri orðaforða, og svo nýrri. Mér finnst það bara sorglegt ef það er,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann segir tilefni til að hann og hans ráðuneyti skoði málið betur. „Ég ætla að skoða þetta, alveg. Mig langar þá líka að skoða hvernig er með að læra kvæði í skólum, sem ég taldi að væri mjög gott fyrir fólk, bæði börn og annað, til að ná orðaforða og lesskilningi.“ Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs vegna málsins er Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði um uppgjöf gagnvart áskorunum í menntamálum að ræða. Tekur þú svo djúpt í árinni? „Nei. Alls ekki. Við gefumst ekki upp. Við gefumst ekki upp á að mennta börnin okkar. Það gerum við aldrei.“ Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halldór Laxness Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um að skáldsögur Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness séu á undanhaldi í íslenskum framhaldsskólum, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að hlutfall nemenda sem séu látnir lesa þær á framhaldsskólastigi sé um þriðjungur. Þá virðist Íslendingasögur einnig á undahaldi af námsskrá sama nemendahóps. Menntamálaráðherra segir þróunina hið versta mál. „Mér finnst þetta bara sorglegt, vegna þess að þetta er menningararfur okkar. Ég las Laxness og Njálu og á Íslendingasögurnar í tveimur útgáfum. Eldri útgáfur með eldri orðaforða, og svo nýrri. Mér finnst það bara sorglegt ef það er,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Hann segir tilefni til að hann og hans ráðuneyti skoði málið betur. „Ég ætla að skoða þetta, alveg. Mig langar þá líka að skoða hvernig er með að læra kvæði í skólum, sem ég taldi að væri mjög gott fyrir fólk, bæði börn og annað, til að ná orðaforða og lesskilningi.“ Meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs vegna málsins er Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, sem sagði um uppgjöf gagnvart áskorunum í menntamálum að ræða. Tekur þú svo djúpt í árinni? „Nei. Alls ekki. Við gefumst ekki upp. Við gefumst ekki upp á að mennta börnin okkar. Það gerum við aldrei.“
Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halldór Laxness Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira