Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2025 08:32 Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun