„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. október 2025 11:02 Hákon verður með fyrirliðabandið í kvöld. vísir / anton brink „Menn eru mjög vel stemmdir. Sérstaklega eftir gengið í síðasta glugga og við að fara að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Það er mjög langt síðan síðast en við erum þakklátir fyrir stuðninginn,“ segir Hákon Arnar Haraldsson sem mun leiða íslenska landsliðið út á völl er það mætir Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Hákon mætir hress til leiks eftir fínt gengi með Lille í Frakklandi. Lið hans vann Roma á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem framherji úkraínska liðsins vakti athygli, og gerði svo jafntefli við PSG um helgina. „Ég er á mjög góðu róli og líður vel. Ég er búinn að spila helling og hef spilað vel og er klár í þetta verkefni,“ segir Hákon. Mikilvægur leikur og mikil pressa Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Klippa: Hákon ræðir leikinn við Úkraínu Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og sterkan strúktur. Við búum við hörkuleik,“ segir Hákon. Fyrir fram er búist við því að þessi tvö lið, Ísland og Úkraína, berjist um annað sæti riðilsins á meðan Frakkar taka toppsætið og Aserar reki lestina. Má því segja að þetta sé mikilvægasti leikur riðilsins, að mæta Úkraínu heima fyrir? „Ég er sammála þér þar. Þetta er mikilvægasti leikurinn. Þetta getur komið okkur mjög langt. Ef við vinnum verður erfitt fyrir þá að koma til baka, og sama í hina áttina. Sérstaklega á heimavelli á móti þeim, þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum,“ segir Hákon sem tekur pressunni sem fylgir slíkum leik fagnandi. „Það er mikið undir. Það er pressa. En maður er vanur því að spila undir pressu, það þýðir ekkert að fara að gugna núna. Auðvitað er pressa en það er spennandi.“ Full trú á sigri Úkraína er töluvert ofar en Ísland á styrkleikalista FIFA og er fyrirfram sterkara liðið. Hákon býst við erfiðum leik. „Þeir eru mjög góðir á boltann og byggja oftast upp með þremur. Þetta verður kaflaskiptur leikur, býst ég við. Við munum vera með boltann og þeir með boltann. Þeir munu spila lágt á okkur og við á þá. Við erum klárir í hvað sem er, hvað sem þeir ætla að gera ætlum við að vera klárir í það. Við erum búnir greina þá tætlur og erum klárir í þetta,“ segir Hákon sem hefur fulla trú á sigri. „Það þarf alltaf að vera trú ef maður ætlar að vinna. Við höfðum trú á móti Frökkum, en það fór eins og það fór. Maður hefði viljað eitt stig þar. Við þurfum bara að gefa allt í þetta, þetta er mikilvægasti leikurinn, svo það dugar ekkert minna.“ Viðtalið má sjá í heild í spilararnum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Ísland og Úkraína mætast klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá og hefst útsending klukkan 18:00. Hákon mætir hress til leiks eftir fínt gengi með Lille í Frakklandi. Lið hans vann Roma á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem framherji úkraínska liðsins vakti athygli, og gerði svo jafntefli við PSG um helgina. „Ég er á mjög góðu róli og líður vel. Ég er búinn að spila helling og hef spilað vel og er klár í þetta verkefni,“ segir Hákon. Mikilvægur leikur og mikil pressa Ísland hóf undankeppnina vel, með 5-0 sigri á Aserum hér heima og fylgdi því eftir með naumu 2-1 tapi fyrir Frökkum þar sem strákarnir hefðu að líkindum náð í stig ef ekki hefði verið fyrir inngrip myndbandsdómara á ögurstundu. Klippa: Hákon ræðir leikinn við Úkraínu Úkraína missteig sig gegn Aserbaídsjan á meðan strákarnir voru í París og er Ísland því í lykilstöðu, með þrjú stig í öðru sæti, á meðan Úkraína og Aserar eru með eitt hvort þar fyrir neðan. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og sterkan strúktur. Við búum við hörkuleik,“ segir Hákon. Fyrir fram er búist við því að þessi tvö lið, Ísland og Úkraína, berjist um annað sæti riðilsins á meðan Frakkar taka toppsætið og Aserar reki lestina. Má því segja að þetta sé mikilvægasti leikur riðilsins, að mæta Úkraínu heima fyrir? „Ég er sammála þér þar. Þetta er mikilvægasti leikurinn. Þetta getur komið okkur mjög langt. Ef við vinnum verður erfitt fyrir þá að koma til baka, og sama í hina áttina. Sérstaklega á heimavelli á móti þeim, þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum,“ segir Hákon sem tekur pressunni sem fylgir slíkum leik fagnandi. „Það er mikið undir. Það er pressa. En maður er vanur því að spila undir pressu, það þýðir ekkert að fara að gugna núna. Auðvitað er pressa en það er spennandi.“ Full trú á sigri Úkraína er töluvert ofar en Ísland á styrkleikalista FIFA og er fyrirfram sterkara liðið. Hákon býst við erfiðum leik. „Þeir eru mjög góðir á boltann og byggja oftast upp með þremur. Þetta verður kaflaskiptur leikur, býst ég við. Við munum vera með boltann og þeir með boltann. Þeir munu spila lágt á okkur og við á þá. Við erum klárir í hvað sem er, hvað sem þeir ætla að gera ætlum við að vera klárir í það. Við erum búnir greina þá tætlur og erum klárir í þetta,“ segir Hákon sem hefur fulla trú á sigri. „Það þarf alltaf að vera trú ef maður ætlar að vinna. Við höfðum trú á móti Frökkum, en það fór eins og það fór. Maður hefði viljað eitt stig þar. Við þurfum bara að gefa allt í þetta, þetta er mikilvægasti leikurinn, svo það dugar ekkert minna.“ Viðtalið má sjá í heild í spilararnum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01 „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Það er rosalegt kvöld framundan á sportrásum Sýnar því leikurinn mikilvægi á milli Íslands og Úkraínu, í baráttunni um sæti á HM í fótbolta næsta sumar, er þá á dagskrá. Fjallað verður ítarlega um allt varðandi leikinn bæði fyrir og eftir leik. 10. október 2025 06:01
„Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Aron Einar Gunnarsson segir slæmt umtal undanfarið ekki bíta og telur það jafnvel jákvætt að gagnrýnisraddir heyrist þegar hann er valinn í landsliðshóp. 9. október 2025 09:32
„Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. 9. október 2025 07:03