Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar 9. október 2025 08:02 Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Alþingi Verðlag Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég hef ítrekað vakið athygli á því að mikill munur er á verði uppsjávarfisks sem veiddur er úr sömu torfunni eftir því hvort aflanum er landað í Færeyjum eða til vinnslufyrirtækja í eigu útgerða hér á landi. Síðast vakti ég athygli á þessu í ræðu á Alþingi í gær. Þessi umræða er ekki sprottin upp úr tómarúmi. Þingmönnum hafa borist fjölmargar ábendingar frá sjómönnum sem telja sig hafa verið hlunnfarna. Til að fá nánari upplýsingar um stöðuna fékk ég sem formaður atvinnuveganefndar fulltrúa Verðlagsstofu skiptaverðs á fund nefndarinnar. Í máli forsvarsmanns Verðlagsstofunnar kom meðal annars fram að stofnunina skorti greiðan aðgang að skilaverði sjávarafurða frá skattinum. Engu að síður bentu þau takmörkuðu gögn sem Verðlagsstofa hefði yfir að ráða eindregið til þess að gríðarlegur óútskýrður verðmunur væri á afla landað í Færeyjum og á Íslandi. Þörf á að aðskilja veiðar og vinnslu Verðlagsstofan hefur það hlutverk að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu uppgjöri. Nauðsynlegt er að tryggja greiðan aðgang stofnunarinnar að skilaverði meðal annars frá skattinum og efla þannig starfsemi Verðlagsstofu. En í dag vinna aðeins þrír hjá stofnuninni. Á meðan veiðar og vinnsla eru ekki aðskildar þarf stofnunin að hafa getu til að fylgjast með þessum málum. Hér er um mikla hagsmuni að tefla fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóð en verðmæti sjávarfangs er vel á annað hundrað milljarðar árlega. Í ljósi þeirrar samþjöppunar sem hefur orðið í sjávarútvegi, samþættri virðiskeðju og þeirra freistinga sem hún býður upp á, er nauðsynlegt að stórefla starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Á vordögum 2024 var lagt fram frumvarp sem gaf Verðlagsstofu skýra heimild til aðgangs að umræddum gögnum. Frumvarpið náði því miður ekki fram að ganga. Það er óskiljanlegt að þörf sé á heimild í lögum til að skatturinn miðli upplýsingum til annarra opinberra aðila. Aðgang að upplýsingum sem augljóslega tryggja rétt skattskil. Það er nauðsynlegt að fjármálaráðherra annars vegar og atvinnuvegaráðherra hins vegar fari hratt og vel yfir málið með það að markmiði að setja reglur sem greiða fyrir upplýsingagjöf til Verðlagsstofu. Enda eru sjómenn, sveitarfélög og ríkissjóður að öllum líkindum að verða af miklum tekjum eins og staðan er í dag. Ef svo ólíklega vill til að ekki sé heimild í lögum til að miðla skilaverði milli stofnana er bráðnauðsynlegt að bæta þar úr. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun