Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 22:33 Arnór Atlason er einnig aðstoðarmaður Snorra Steins Guðjónssonar hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska handboltafélaginu TTH Holstebro misstu leikinn á móti Fredericia í jafntefli eftir dramatískar lokamínútur. Umdeildur dómur undir lokin breytti öllu fyrir liðið. TTH Holstebro hafði fengið vítakast þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum gegn Fredericia í stöðunni 31-30 fyrir TTH, en eftir myndbandsskoðun breyttu dómararnir dómnum í markmannskast. Arnór er þjálfari TTH Holstebro og hann skildi lítið í þeirri ákvörðun eftir leikinn sem lauk með jafntefli, 31-31. Heimamenn jöfnuðu metin í 31-31 með marki frá Martin Bisgaard þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við erum vonsviknir. Ég er vonsvikinn yfir því að við fáum ekki einu sinni aukakast. Ég verð að viðurkenna það. Þeir hljóta að halda að þetta sé klárt vítakast, þeir geta ekki haft svo rangt fyrir sér að það sé ekkert dæmt. Þá hlýtur að vera aukakast, en svona er þetta. En það er okkur að kenna að við vinnum ekki,“ sagði Arnór við TV2 Sport. Það var ekki bara Arnór Atlason þjálfari TTH sem skildi ekki hvernig dómarar leiksins gegn Fredericia gátu breytt vítakasti í markkast. Claus Möller Jakobsen, handboltasérfræðingur TV2 Sport, skilur undrun hans. „Mín fyrstu viðbrögð eru að það sé umdeilt að vallardómarinn dæmi vítakastið. Hann stendur auðvitað þannig að hann sér allt sem gerist,“ sagði Jakobsen. „Hann sér að Pevnov [Evgeni] ýtir við honum og það kemur ekkert frá markdómaranum sem venjulega sér um að dæma vítaköst í svona aðstæðum. Mér finnst Arnór hafa rétt fyrir sér. Það má vel vera að þetta sé ekki vítakast, en það er að minnsta kosti aukakast á Thomas Damgaard,“ sagði Jakobsen eftir leikinn. Holstebro er í sjötta sæti dönsku deildarinar með sjö stig í sjö leikjum. Liðið hefur þó aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Danski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira
TTH Holstebro hafði fengið vítakast þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum gegn Fredericia í stöðunni 31-30 fyrir TTH, en eftir myndbandsskoðun breyttu dómararnir dómnum í markmannskast. Arnór er þjálfari TTH Holstebro og hann skildi lítið í þeirri ákvörðun eftir leikinn sem lauk með jafntefli, 31-31. Heimamenn jöfnuðu metin í 31-31 með marki frá Martin Bisgaard þegar tvær sekúndur voru eftir. „Við erum vonsviknir. Ég er vonsvikinn yfir því að við fáum ekki einu sinni aukakast. Ég verð að viðurkenna það. Þeir hljóta að halda að þetta sé klárt vítakast, þeir geta ekki haft svo rangt fyrir sér að það sé ekkert dæmt. Þá hlýtur að vera aukakast, en svona er þetta. En það er okkur að kenna að við vinnum ekki,“ sagði Arnór við TV2 Sport. Það var ekki bara Arnór Atlason þjálfari TTH sem skildi ekki hvernig dómarar leiksins gegn Fredericia gátu breytt vítakasti í markkast. Claus Möller Jakobsen, handboltasérfræðingur TV2 Sport, skilur undrun hans. „Mín fyrstu viðbrögð eru að það sé umdeilt að vallardómarinn dæmi vítakastið. Hann stendur auðvitað þannig að hann sér allt sem gerist,“ sagði Jakobsen. „Hann sér að Pevnov [Evgeni] ýtir við honum og það kemur ekkert frá markdómaranum sem venjulega sér um að dæma vítaköst í svona aðstæðum. Mér finnst Arnór hafa rétt fyrir sér. Það má vel vera að þetta sé ekki vítakast, en það er að minnsta kosti aukakast á Thomas Damgaard,“ sagði Jakobsen eftir leikinn. Holstebro er í sjötta sæti dönsku deildarinar með sjö stig í sjö leikjum. Liðið hefur þó aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Sjá meira