„Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2025 11:04 Einhverjir stuðningsmenn Íslands hafa ekki fengið miða á HM kvenna í handbolta. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri HSÍ segir að sambandið hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir HM í handbolta kvenna sem hefst í næsta mánuði. HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið. Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember. HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember.
HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira