Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 21:25 Anna Kristín Newton ræddi barnagirnd í Reykjavík síðdegis. Bylgjan „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún. Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira