Neytendur

Inn­kalla eitrað te

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umrætt te ber nafnið Ostropest plamisty herbatka ziołowa.
Umrætt te ber nafnið Ostropest plamisty herbatka ziołowa. Herbapol

Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. 

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að náttúrulega eiturefnið sé pyrrolizidine alkaloids og megi finna í teinu Ostropest plamisty herbatka ziołowa sem er best fyrir 28. febrúar 2027. Framleiðandinn er fyrirtækið Herbapol Lublin S.A. í Póllandi en Market ehf. flytur vöruna inn. 

Teið var til sölu í verslunum Euro Market á Smiðjuvegi og í Hamraborg í Kópavogi.

Kaupendum er ráðlagt að neyta ekki tesins heldur farga því eða skila í verslun gegn endurgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×