Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 15:39 Salka byrjaði að selja töskuna í byrjun júní. Aðsend Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp. Tíska og hönnun Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira
Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp.
Tíska og hönnun Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Sjá meira