Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 15:39 Salka byrjaði að selja töskuna í byrjun júní. Aðsend Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp. Tíska og hönnun Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp.
Tíska og hönnun Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira