Viðskipti innlent

Eva og Guð­rún nýir for­stöðu­menn hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Brink og Guðrún Olsen.
Eva Brink og Guðrún Olsen.

Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 

„Eva Brink tekur við rekstrarstýringu, einingu sem styður við ákvarðanatöku og árangursstjórnun, auk þess að stýra fjárhagslegri markmiðasetningu og áætlanagerð. Eva kemur til Icelandair frá JBT Marel þar sem hún stýrði hagdeild fyrirtækisins eftir að hafa starfað sem fjármálastjóri fiskiðnaðar. Áður starfaði Eva bæði hjá Air Atlanta og Wow air. Hún er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Guðrún Olsen stýrir nýrri einingu sem sameinar þrjár lykildeildir, stefnumótun, skrifstofu umbreytinga og verkefnastofu. Guðrún kemur til Icelandair frá Boston Consulting Group í Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði frá árinu 2021 sem stjórnendaráðgjafi og verkefnastjóri með áherslu á stefnumótun, umbreytingar og kaup og sölu fyrirtækja. Áður starfaði hún meðal annars sem danskur og íslenskur lögmaður hjá NJORD Law Firm. Guðrún er með meistaragráðu í lögfræði (LLM) frá Kaupmannahafnarháskóla,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×