Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar 3. október 2025 13:30 Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun