Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 20:17 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýjar tillögur um breytta leið Reykjavíkurborgar í leikskólamálum. Hún segir hugmyndirnar falla á herðar vinnandi foreldra. Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Fyrr í dag kynnti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar tillögur um breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar. Í þeim felst að veita foreldrum afslátt ef þau sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum og nýti þau ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá þau maímánuð ókeypis. „Meirihluti borgarstjórnar kynnti í dag svokallaða Reykjavíkurleið í leikskólamálum. Leiðin veltir byrðunum duglega á vinnandi foreldra og felur í sér margvíslegar breytingar sem íþyngja munu fjölskyldum,“ skrifar Hildur í pistli á Facebook-síðunni sinni. Þar segir hún að hækkunin, sem geti numið sjötíu prósenta hækkun, lendi hvað verst á millistéttinni þar sem að ákveðin afsláttarkjör séu takmörkuð við lágtekjuhópa. Hún segir að sambýlisfólk eða hjón sem skríði rétt fram úr lágmarkslaunum komi hvað verst út. Hins vegar séu það vinnandi mæður, vaktavinnufólk, fólk af erlendum uppruna og aðrir með lítið bakland sem komi hvað verst út verði tillögurnar að veruleika. „Tillögurnar fela í sér margvíslega hvata til að draga úr vistunartíma leikskólabarna óháð aldri þeirra. Foreldrar á vinnumarkaði eiga margir erfitt með slíkar breytingar, ekki síst í tilfellum þar sem leikskólavist fæst ekki innan búsetuhverfis og foreldrar þurfa að ferðast langan veg að skutla og sækja börnin sín,“ segir Hildur. Takmarkaður hópur sem fær styttingu vinnuvikunar Í tillögum meirihluta borgarstjórnar verður áfram boðið upp á skráningardaga í leikskólunum á milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku, þrjá vetrarleyfisdaga að hausti til og tvo á vorin. Breytingin er sú að foreldrar eða forráðamenn þurfa að skrá hverja af þessum dögum sem börnin mæti í leikskólann í september í staðinn fyrir mánuði fyrir. Hildur segir það ómögulegt fyrir flesta foreldra að koma á slíku skipulagi fyrir heilt ár í september og kallar eftir meiri sveigjanleika. Í breytingartillögunum segir einnig að greiða þurfi sérstakt skráningargjald fyrir hvern dag sem börnin mæta upp á fjögur þúsund krónur. Ef foreldrar nýta engan skráningardag verður námsgjald þeirra fellt niður fyrir maímánuð. Að auki fá allir foreldrar sem sækja börnin sín klukkan tvö á föstudögum 25 prósenta afslátt af námsgjöldum barnsins. „Það er takmarkaður hópur í samfélaginu sem nýtur styttri vinnuviku - aðallega opinberir starfsmenn - og óskiljanlegt að borgaryfirvöld skapi enn frekar ívilnanir fyrir hóp sem þegar nýtur betri kjara en fólk á almennum vinnumarkaði,“ segir Hildur. Hún ítrekar mikilvægi þess að bæta náms- og starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og að bæta aðstæður barnafólks í Reykjavík. Þá sé lækkandi fæðingartíðni á Íslandi áhyggjuefni svo tryggja verði samfélag sem styður við frekari barneignir.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira