Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Agnar Már Másson skrifar 2. október 2025 20:23 Trump fyrirskipaði árásir á báta úti á Karíbahafi þar sem 17 manns létust. Nú vill hann meina að Bandaríkn eigi í vopnuðum átökum við meintu eiturlyfjasmyglarana sem hann segir hafa verið þar um borð. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin standi í formlegum „vopnuðum átökum“ við eiturlyfjahringi. Hann segir að meintir smyglarar fyrir slíka hópa séu „ólöglegir stríðsmenn“. Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem varnarmálaráðuneytið, eða „stríðsmálaráðuneytið“, sendi þingmönnum Bandaríkjanna í þessari viku. Bréfið var sent til nokkurra þingnefnda og komst í hendur The New York Times. Drápu 17 manns á sjó Í bréfinu reynir ríkisstjórnin enn fremur að réttlæta þrjár árásir sem herinn fyrirskipaði á báta í Karíbahafi í síðasta mánuði, þar sem allir 17 um borð létust, en Trump hefur látið auka viðveru Bandaríkjahers á hafsvæðinu allverulega síðustu vikur. Geoffrey S. Corn, fyrrverandi herlögmaður sem áður var yfirráðgjafi hersins í málefnum stríðslaga, segir við New York Times að eiturlyfjahringir séu ekki með beinum hætti „óvinveittir“ Bandaríkjunum – sem sé viðmiðið fyrir því hvenær um vopnuð átök sé að ræða í lagalegum skilningi. Í vopnuðum átökum, eins og þau eru skilgreind í alþjóðalögum, geti ríki með löglegum hætti fellt stríðsmenn óvinaríkis jafnvel þótt þeim stafi ekki af ógn, haldið þeim í varðhaldi um óákveðinn tíma án réttarhalda og sótt þá til saka fyrir herdómstólum. Corn bendir á að það væri ólöglegt fyrir herinn að beina spjótum sínum að almennum borgurum – og jafnvel grunuðum glæpamönnum – sem taki ekki beinan þátt í meintu „átökunum“ . Corn kallar ákvörðun forsetans misnotkun á valdi. Hafi brugðist við í samræmi við lög Anna Kelly, talskona Hvíta hússins, sagði í tölvupósti að „forsetinn hefði brugðist við í samræmi við lög um vopnuð átök til að vernda land okkar gegn þeim sem reyna að flytja banvænt eitur á strendur okkar, og hann stendur við loforð sitt um að takast á við eiturlyfjahringina og útrýma þessum þjóðaröryggisógnum sem myrða fjölda Bandaríkjamanna.“ Ríkisstjórn Trumps hefur kallað árásirnar sjálfsvörn og haldið því fram að stríðslög hafi heimilað hernum að drepa, fremur en að handtaka, fólkið á bátunum þar sem ríkisstjórnin sagði að áhöfnin smyglaði eiturlyfjum fyrir eiturlyfjahringi sem stjórnin skilgreindi sem hryðjuverkasamtök. Fulltrúar Trump-stjórnarinnar hafa ítrekað sagt að um hundrað þúsund Bandaríkjamenn deyi úr ofskömmtun.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira