„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. október 2025 19:04 Sveinn Andri var annar af skiptastjórum þrotabús WOW Air og hefur því reynslu af vinnu við þrotabú flugfélaga. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe. Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Í fjármögnunarferli Play fyrr í sumar voru gefin út skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna. Þá fengu skuldabréfaeigendur meðal annars veð í félaginu Play Europe, veð sem gengið var að við gjaldþrot Play og tóku skuldabréfaeigendur yfir félagið og starfsemi þess á Möltu. Lögfræðingur sem var annar skiptastjóra í þrotabúi WOW air segir óhefðbundið að trygging sé tekin í dótturfélagi, algengara sé að veð séu tekin í alvöru verðmætum eins og varahlutum eða flugvélum. „Sumir vilja meina að það hafi verið ætlunin allan tímann að þegar þessar tryggingar voru veittar þá hafi verið ætlunin að færa eignarhaldið á dótturfélaginu yfir til þessara kröfuhafa. Þetta er eitthvað sem skiptastjórar þurfa að rannsaka.“ „Þá gæti það verið gjafagjörningur“ Sveinn Andri segir að það slái alltaf skiptastjóra þegar stórar fjárhæðir fari út úr félagi á skömmum tíma. „Það er verkefni skiptastjóra að rekja slóð peninganna. Þegar það er gert þá getur slóðin hæglega verið eðlileg og ekkert við það að rannsaka. Niðurstaða úr þeim rannsóknum leiðir eftir atvikum að þeir gera ekkert eða rifta einstökum ráðstöfunum.“ Skoða verði virði þeirra verðmæta sem tekin voru tryggingu. „Ef þeir meta virði þessara eigna sem voru teknar tryggingu á móts við það hverjar kröfurnar voru þá gæti verið munur þar á milli og þá gæti það verið gjafagjörningur.“ Segir sögusagnir um fyrir fram ákveðna fléttu úr lausu lofti gripnar Tilefni sé fyrir skiptastjóra að kanna sérstaklega hversu hratt peningar fóru út úr félaginu eftir fjármögnun í lok ágúst. „Miðað við svona kategorsíska skilgreiningu á kennitöluflakki sem er núna komin inn í lögin, kom inn í gjaldþrotalögin 2022 þegar menn voru að skilgreina kennitöluflakk þá er tilfræsla á starfsemi félags frá einu félagi til annars, það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni.“ Einar Örn Ólafsson fyrrverandi forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis. Þar segist hann vilja árétta atriði sem hann segir að misskilnings gæti um, meðal annars flæði peninga eftir fjármögnun. Eðlilegt sé að kröfuhafar tryggi hagsmuni sína með því að ganga að þeim veðum sem höfðu verið veitt og segir sögusagnir um að gjörningurinn sé vafasamur eða fyrirfram ákveðin flétta úr lausu lofti gripnar. Einar er sjálfur einn kröfuhafa. Hann muni þá ekki koma að því að endurreisa dótturfélagið Fly Play Europe.
Gjaldþrot Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira