„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 21:54 Sigurlaug Bragadóttir er 27 ára nemi sem þjáist af POTS heilkenni. vísir/Lýður Valberg Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Samtök um POTS á Íslandi hafa mótmælt því og nú fengið lögfræðing með sér í lið. Heilbrigðisráðherra hefur áður sagt engar forsendur til að efst um ákvörðunina en Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi þjáist af heilkenninu. Heilkennið veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sigurlaug Bragadóttir greindist með POTS fyrir fjórum árum eða tveimur mánuðum eftir að hún lenti í alvarlegu rútuslysi. Hún hefur verið óvinnufær síðan í desember og segir sjúkdóminn hafa margvísleg áhrif á daglegt líf. „Eins og staðan er núna þá er þetta rosa erfitt. Þetta eru bara kvalir og pína. Ég fæ mikinn svima, yfirliðstilfinningu, máttleysi, mígreni og rosa þrýsting í augun og sjóntruflanir. Svo er skjálfti og hita- og kuldaköst. Ég get til dæmis ekki farið í sturtu án þess að vera sitjandi.“ Heilsugæsla hennar hætti að bjóða vökvagjöf í byrjun september. Sigurlaug segir þá illt hafa orðið verra og hún neyðst til að leita á bráðamóttökuna eftir nokkrar viku án vökva. „Ég var búin að missa máttinn í vinstri fæti. Var ekki búin að geta borðað í nokkra daga því að einkennin voru það mikil að ég kúgaðist bara í hvert skipti sem það kom matur nálægt mér og ég var ekki búin að ná að drekka neitt. Ég var bara rúmliggjandi og var bara með hækjur til að fara inn á klósett og svo bara aftur upp í rúm. Ég gat ekki meira.“ Ákvörðun Sjúkratrygginga byggist á því að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. „Ég er orðin glær oft þegar ég fer í vökvagjafir. Um leið og ég kem út er ég brosandi. Ég get farið í búðina og ég get farið í heimsóknir. Ég er rosa kvíðin og bara stressuð fyrir framhaldinu. Hvað mun gerast?“ Ekkert meðferðarúrræði hafi reynst jafn vel og vökvagjöfin. „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið. Maður er kannski rétt kominn á smá gott ról og þá er bara tekið allt af manni. Ég óttast mjög mikið að enda rúmliggjandi og geta ekki gert neitt.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10. ágúst 2025 19:46