Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2025 07:03 Hjónin Adrimir og Matthías hafa sagst hafa upplifað sem svo að þau hafi verið leidd í gildru af Útlendingastofnun. Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. Tilefnið er mál hjóna, þeirra Matthíasar Heimissonar og Adrimir Selene Melo Fria, sem Vísir fjallaði um í síðustu viku. Adrimir er frá Venesúela og stendur til að vísa henni og syni hennar úr landi. Matthías sagði hana hafa fengið misvísandi ráðleggingar frá Útlendingastofnun og sagði þau upplifa sem svo að þau hefðu verið leidd í gildru. Hreiðar Eiríksson lögmaður hjónanna segir málið varða brot gegn friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, það sé mannréttindamál í grunninn. Lögin séu afdráttarlaus Í skriflegu svari Útlendingastofnunar til Vísis er tekið fram að starfsmönnum sé ekki heimilt að tjá sig um einstök mál. Það sé hins vegar gott að fá tækifæri til að koma því á framfæri að lög um útlendinga séu afdráttarlaus um að umsóknum um dvalarleyfi skuli vísað frá ef umsækjandanum hefur verið birt ákvörðun um brottvísun frá landinu. Það komi fram í leiðbeiningum um skilyrði dvalarleyfis fyrir maka á vef Útlendingastofnunar og leiði af lokamálslið 1. mgr. 101. gr. útlendingalaga. Ekki sé mælt fyrir um neinar undanþágur frá ákvæðinu. „Það hvílir rík leiðbeiningaskylda á Útlendingastofnun og er henni bæði sinnt í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Umsækjendum um vernd er meðal annars gerð grein fyrir því í viðtali hjá stofnuninni áður en ákvörðun um umsókn um vernd er tekin að synjun geti leitt til brottvísunar. Þá má jafnframt geta þess að umsækjendum um vernd eru skipaðir löglærðir talsmenn, þeim að kostnaðarlausu, sem hafa gagngert það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra í málsmeðferðinni.“ 25 umsóknum hafnað vegna gruns um málamyndahjúskap Bent er á að í málinu liggi fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun umsóknar og staðfesting kærunefndar útlendingamála á þeirri niðurstöðu. Umsækjandinn geti sjálfur veitt aðgang að þeim gögnum en það geti Útlendingastofnun ekki gert. Ekki séu til tölur yfir fjölda tilvika þar sem umsækjandi um alþjóðlega vernd sækir um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar. Samkvæmt skráningum í málavinnslukerfi UTL var 25 umsóknum um dvalarleyfi fyrir maka synjað á grundvelli gruns um málamyndahjúskap á árunum 2020 til 2025. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafi 933 umsóknir borist um alþjóðlega vernd, að umsóknum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu meðtöldum. Þar af voru umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela 101. Komi meintum málamyndahjúskap ekki við Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. október. Hreiðar Eiríksson lögmaður hjónanna segir að málið snúist um það hvort framkvæmd brottvísunarinnar brjóti gegn grundvallarreglu 1. mgr. 71. gr. stjórnarskránnar um að sérhver maður skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Löggjafinn hafi sérstaklega komið framkvæmd þess réttar fyrir í 3. mgr. 102. grein útlendingalaga sem feli í sér bann við brottvísun feli hún í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart útlendingi eða nánustu aðstandendum, þar sem sérstaklega skal gætt að því þegar um sé að ræða nánasta aðstandanda barns. „Í aðdraganda synjunnar um alþjóðlega vernd var Matthías ekki meðhöndlaður sem aðili máls og fékk hvorki leiðbeiningar né andmælarétt, jafnvel þótt til stæði að taka ákvörðun sem myndi skerða, sérstök, lögbundin og stjórnarskrárvarin réttindi hans. Engin ágreiningur er um afgreiðslu hælisumsóknarinnar sem slíkrar en brottvísunin er að mínu mati andstæð lögum þar sem þeir hefðu átt að vekja athygli hans á því að til stæði að taka stjórnvaldsákvörðun sem gæti raskað lögvörðum hagsmunum hans og gefa honum kost á að koma athugasemdum eða andmælum á framfæri,“ segir Hreiðar. „Þau vissu af honum sem aðstandenda gættu ekki að því að hann átti að vera aðili málsins. Um það hafa dómstólar fjallað og staðfest. Af þessu leiddi síðan að rannsóknarskylda var ekki uppfyllt þegar ákvörðunin um brottvísun var tekin og er hún því ógildanleg.“ Matthías sagði í síðustu viku við Vísi upplifa sem svo að því væri ekki tekið trúanlega að hjónaband þeirra væri byggt á ást en ekki málamyndun. Hreiðar segir hugleiðingar um málamyndahjónaband séu tilefnislausar og ótímabærar á þessu stigi málsins. Slík hjónabönd veiti ekki rétt til dvalarleyfis og það sé eðlilega eitt af því sem Útlendingastofnun rannsakar áður en gefin eru út dvalarleyfi á á grundvelli hjúskapar. Í tilviki umbjóðenda hans hafi umsóknunum hins vegar verið vísað frá og engin athugun farið fram sem réttlæti bollaleggingar um slíkt. Brottvísunin hafi verið hins vegar verið ólögmæt vegna formgalla og auk þess efnislega andstæð útlendingalögum og stjórnarskrá. Hafi reitt sig á ráðleggingar Hreiðar segir að fullyrðingar Útlendingastofnunar um ráðleggingar sérfræðinga standist ekki. „Þetta eru sérfræðingar sem Útlendingastofnun velur og greiðir fyrir vegna hælisumsóknarinnar. Það er ekki hlutverk þeirra að gæta hagsmuna varðandi önnur atriði og þeir fá ekki þóknun fyrir það. Umbjóðendur reiddu sig á þær ráðleggingar Útlendingastofnunar að þau þyrftu að draga til baka stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar um brottvísun eiginkonu Matthíasar og Útlendingastofnun býr yfir sérfræðiþekkingu sem umbjóðendur mínir höfðu ekki. Umbjóðendur mínir fengu upplýsingar um að nauðsynlegt væri að draga stjórnsýslukæruna til baka svo hægt væri að taka dvalarleyfisumsóknirnar til afgreiðslu. Hið rétta reyndist vera að það að þau drógu stjórnsýslukæruna til baka kom í veg fyrir að Útlendingastofnun væri heimilt að taka umsóknirnar til afgreiðslu.“ Sagt að Matthías gæti búið með konunni í Venesúela Hreiðar segir þriðja ágreiningsefnið snúa að því hvort framkvæmdin sé heimild. Það sé staðreynd málsins að um sé að ræða fjölskyldu sem hafi haldið heimili saman á Íslandi í tvö ár. Við ákvörðun um hvort framkvæmd hennar sé andstæð lögum þurfi að líta til stöðu hlutaðeigandi einstaklinga eins og hún er nú, þegar áformað er að framkvæma ákvörðunina, vega hana á móti þeim almannahagsmunum sem fólgnir séu í því fólkið sé flutt úr landi og þeirri almannahættu sem af því stafi. Um það hafi verið margsinnis fjallað í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu og fyirr íslenskum dómsmálum. Hreiðar segir að í máli umbjóðenda hans sé hreinlega ekki hægt að koma auga á neina almannahagsmuni af málinu. „Ég fékk tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem var sagt að Matthías gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. Mér finnst það athyglisvert. Ég tel að við þurfum að staldra við þegar við stöndum frammi fyrir þeim veruleika að ungur Íslendingur, sem hittir stúlku á götu, verður ástfanginn af henni og gengur í löglegan hjúskap með henni, þarf síðan að flytjast til Venesúela til að njóta þeirra mannréttindi sem íslensk stjórnarskrá á að tryggja honum," segir Hreiðar. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Tilefnið er mál hjóna, þeirra Matthíasar Heimissonar og Adrimir Selene Melo Fria, sem Vísir fjallaði um í síðustu viku. Adrimir er frá Venesúela og stendur til að vísa henni og syni hennar úr landi. Matthías sagði hana hafa fengið misvísandi ráðleggingar frá Útlendingastofnun og sagði þau upplifa sem svo að þau hefðu verið leidd í gildru. Hreiðar Eiríksson lögmaður hjónanna segir málið varða brot gegn friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu, það sé mannréttindamál í grunninn. Lögin séu afdráttarlaus Í skriflegu svari Útlendingastofnunar til Vísis er tekið fram að starfsmönnum sé ekki heimilt að tjá sig um einstök mál. Það sé hins vegar gott að fá tækifæri til að koma því á framfæri að lög um útlendinga séu afdráttarlaus um að umsóknum um dvalarleyfi skuli vísað frá ef umsækjandanum hefur verið birt ákvörðun um brottvísun frá landinu. Það komi fram í leiðbeiningum um skilyrði dvalarleyfis fyrir maka á vef Útlendingastofnunar og leiði af lokamálslið 1. mgr. 101. gr. útlendingalaga. Ekki sé mælt fyrir um neinar undanþágur frá ákvæðinu. „Það hvílir rík leiðbeiningaskylda á Útlendingastofnun og er henni bæði sinnt í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Umsækjendum um vernd er meðal annars gerð grein fyrir því í viðtali hjá stofnuninni áður en ákvörðun um umsókn um vernd er tekin að synjun geti leitt til brottvísunar. Þá má jafnframt geta þess að umsækjendum um vernd eru skipaðir löglærðir talsmenn, þeim að kostnaðarlausu, sem hafa gagngert það hlutverk að gæta hagsmuna þeirra í málsmeðferðinni.“ 25 umsóknum hafnað vegna gruns um málamyndahjúskap Bent er á að í málinu liggi fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun umsóknar og staðfesting kærunefndar útlendingamála á þeirri niðurstöðu. Umsækjandinn geti sjálfur veitt aðgang að þeim gögnum en það geti Útlendingastofnun ekki gert. Ekki séu til tölur yfir fjölda tilvika þar sem umsækjandi um alþjóðlega vernd sækir um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar. Samkvæmt skráningum í málavinnslukerfi UTL var 25 umsóknum um dvalarleyfi fyrir maka synjað á grundvelli gruns um málamyndahjúskap á árunum 2020 til 2025. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafi 933 umsóknir borist um alþjóðlega vernd, að umsóknum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu meðtöldum. Þar af voru umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela 101. Komi meintum málamyndahjúskap ekki við Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. október. Hreiðar Eiríksson lögmaður hjónanna segir að málið snúist um það hvort framkvæmd brottvísunarinnar brjóti gegn grundvallarreglu 1. mgr. 71. gr. stjórnarskránnar um að sérhver maður skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Löggjafinn hafi sérstaklega komið framkvæmd þess réttar fyrir í 3. mgr. 102. grein útlendingalaga sem feli í sér bann við brottvísun feli hún í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart útlendingi eða nánustu aðstandendum, þar sem sérstaklega skal gætt að því þegar um sé að ræða nánasta aðstandanda barns. „Í aðdraganda synjunnar um alþjóðlega vernd var Matthías ekki meðhöndlaður sem aðili máls og fékk hvorki leiðbeiningar né andmælarétt, jafnvel þótt til stæði að taka ákvörðun sem myndi skerða, sérstök, lögbundin og stjórnarskrárvarin réttindi hans. Engin ágreiningur er um afgreiðslu hælisumsóknarinnar sem slíkrar en brottvísunin er að mínu mati andstæð lögum þar sem þeir hefðu átt að vekja athygli hans á því að til stæði að taka stjórnvaldsákvörðun sem gæti raskað lögvörðum hagsmunum hans og gefa honum kost á að koma athugasemdum eða andmælum á framfæri,“ segir Hreiðar. „Þau vissu af honum sem aðstandenda gættu ekki að því að hann átti að vera aðili málsins. Um það hafa dómstólar fjallað og staðfest. Af þessu leiddi síðan að rannsóknarskylda var ekki uppfyllt þegar ákvörðunin um brottvísun var tekin og er hún því ógildanleg.“ Matthías sagði í síðustu viku við Vísi upplifa sem svo að því væri ekki tekið trúanlega að hjónaband þeirra væri byggt á ást en ekki málamyndun. Hreiðar segir hugleiðingar um málamyndahjónaband séu tilefnislausar og ótímabærar á þessu stigi málsins. Slík hjónabönd veiti ekki rétt til dvalarleyfis og það sé eðlilega eitt af því sem Útlendingastofnun rannsakar áður en gefin eru út dvalarleyfi á á grundvelli hjúskapar. Í tilviki umbjóðenda hans hafi umsóknunum hins vegar verið vísað frá og engin athugun farið fram sem réttlæti bollaleggingar um slíkt. Brottvísunin hafi verið hins vegar verið ólögmæt vegna formgalla og auk þess efnislega andstæð útlendingalögum og stjórnarskrá. Hafi reitt sig á ráðleggingar Hreiðar segir að fullyrðingar Útlendingastofnunar um ráðleggingar sérfræðinga standist ekki. „Þetta eru sérfræðingar sem Útlendingastofnun velur og greiðir fyrir vegna hælisumsóknarinnar. Það er ekki hlutverk þeirra að gæta hagsmuna varðandi önnur atriði og þeir fá ekki þóknun fyrir það. Umbjóðendur reiddu sig á þær ráðleggingar Útlendingastofnunar að þau þyrftu að draga til baka stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar um brottvísun eiginkonu Matthíasar og Útlendingastofnun býr yfir sérfræðiþekkingu sem umbjóðendur mínir höfðu ekki. Umbjóðendur mínir fengu upplýsingar um að nauðsynlegt væri að draga stjórnsýslukæruna til baka svo hægt væri að taka dvalarleyfisumsóknirnar til afgreiðslu. Hið rétta reyndist vera að það að þau drógu stjórnsýslukæruna til baka kom í veg fyrir að Útlendingastofnun væri heimilt að taka umsóknirnar til afgreiðslu.“ Sagt að Matthías gæti búið með konunni í Venesúela Hreiðar segir þriðja ágreiningsefnið snúa að því hvort framkvæmdin sé heimild. Það sé staðreynd málsins að um sé að ræða fjölskyldu sem hafi haldið heimili saman á Íslandi í tvö ár. Við ákvörðun um hvort framkvæmd hennar sé andstæð lögum þurfi að líta til stöðu hlutaðeigandi einstaklinga eins og hún er nú, þegar áformað er að framkvæma ákvörðunina, vega hana á móti þeim almannahagsmunum sem fólgnir séu í því fólkið sé flutt úr landi og þeirri almannahættu sem af því stafi. Um það hafi verið margsinnis fjallað í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu og fyirr íslenskum dómsmálum. Hreiðar segir að í máli umbjóðenda hans sé hreinlega ekki hægt að koma auga á neina almannahagsmuni af málinu. „Ég fékk tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem var sagt að Matthías gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. Mér finnst það athyglisvert. Ég tel að við þurfum að staldra við þegar við stöndum frammi fyrir þeim veruleika að ungur Íslendingur, sem hittir stúlku á götu, verður ástfanginn af henni og gengur í löglegan hjúskap með henni, þarf síðan að flytjast til Venesúela til að njóta þeirra mannréttindi sem íslensk stjórnarskrá á að tryggja honum," segir Hreiðar.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira