POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. október 2025 12:17 Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi. vísir/Bjarni Þó nokkrir eru nú þegar rúmliggjandi að sögn Formanns samtaka um POTS-heilkennið eftir að Sjúkratryggingar Íslands hættu að greiða niður órannsakað meðferðarúrræði við heilkenninu gær. Mörg hundruð manns hafi nýtt sér úrræðið og eru samtökin komin með lögfræðing í málið. Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands stöðvuðu niðurgreiðslu á vökvagjöf í æð fyrir fólk með POTS-heilkennið í gær. Það hefur staðið til í um tvo mánuði en heilbrigðisráðherra sagði um miðjan ágúst að engar forsendur væru fyrir að efast um ákvörðun SÍ sem var tekin á þeim grundvelli að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða, rannsóknir skorti og almennt engin réttlæting til staðar fyrir meðferðinni. Talið er að 700 til 800 manns á Íslandi glími við stöðubundið hraðtaktsheilkenni sem er að jafnaði kallað POTS. Heilkennið er algengast meðal kvenna á frjósemisaldri og veldur truflun á sjálfvirka taugakerfinu með þeim afleiðingum að hjartsláttartíðni eykst við það að setjast eða standa upp. Algeng einkenni eru svimi, þreyta og orkuleysi, heilaþoka og ógleði eða meltingaróþægindi. Sjá einnig hér: Þjónusturof hefst í dag Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi, segir áhrifa stöðvunarinnar strax gæta víða. „Þetta er mjög slæmt í rauninni að það sé verið að skera niður þessa meðferð fyrir okkur. Við höfum treyst mikið á vökvagjafir til að auka lífsgæði og koma okkur frekar á fætur því annars er fólk mikið til rúmliggjandi með POTS.“ Að hennar sögn hafi ýmsar stofnanir hætt að bjóða upp á þjónustuna fljótlega eftir að það lá fyrir að niðurgreiðslan yrði stöðvuð. „Sem varð til þess að fólk sat eftir og vissi ekki hvað það átti að gera og margir eru rúmliggjandi í dag.“ Hún sjái fram á það að meirihluti þeirra sem hafa nýtt vökvagjöf sitji uppi með skert lífsgæði. Stöðvunin hafi áhrif á mörg hundruð fjölskyldur. „Það er lítið í stöðunni. Það eru fá úrræði í boði fyrir okkur og það er mælt með því að við notum þrýstifatnað. En það hefur nú ekki fylgt sögunni að Sjúkratryggingar Íslands er hætt að greiða niður þrýstifatnað fyrir okkur.“ Samtökin hafa fengið lögfræðing frá lögfræðistofunni MAGNA með sér í lið og skora á Sjúkratryggingar, Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið að draga til baka stöðvunina. Í bréfi frá samtökunum kemur fram að ákvörðunin brjóti í bága við lög og mannréttindarsjónarmið að þeirra mati. „Við erum á fullu í þessari baráttu. Við höfum fengið frábæran stuðningsstyrk frá Öryrkjabandalagi Íslands fyrir lögfræðingi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira