Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 06:45 Það er ekki oft sem Vance hefur látið til sín taka á blaðamannafundum í Hvíta húsinu en það gerði hann í gær, til að freista þess að kenna Demókrötum um lokunina. Getty/Alex Wong Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Ríkisreksturinn vestanhafs er nú í járnum eftir að Repúblikönum tókst ekki að koma nýjum fjárveitingum í gegn á þinginu. Demókratar hafa krafist þess að ýmis úrræði í heilbrigðismálum verði framlengd. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í fyrradag að láta aðgerðirnar sem ráðast þarf í þar til samstaða næst um nýtt frumvarp fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum. Það virðist vera að rætast úr því, þar sem búið er að fresta 18 milljarða dala samgönguverkefnum í New York. Þá hefur verið hætt við úthlutun átta milljarða dala sem átti að verja í græna orku. Varaforsetinn JD Vance birtist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær og sagði að ef ástandið yrði viðvarandi þyrfti líklega að ráðast í uppsagnir. Hann neitaði því sem Trump hafði áður haldið fram, að mögulegar uppsagnir myndu fyrst og fremst beinast gegn Demókrötum innan kerfisins. Þá hélt hann því ranglega fram að ástandið væri Demókrötum að kenna, þar sem þeir hefðu gert kröfu um milljarða dala fjárveitingu til heilbrigðsþjónustu fyrir ólöglega innflytjendur. Hið rétt er að þær ráðstafanir sem Demókratar vilja framlengja, eru ekki aðgengilegar þessum hóp. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, sakaði forsetann í gær um óábyrga framgöngu. Hún kæmi þó ekki á óvart, þar sem Repúblikanar hefðu í gegnum tíðina ítrekað stuðlað að lokun ríkisins til að geta þvingað málefnum sínum í gegn. Þá sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Jeffries og Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans í öldungdeildinni, að enn og aftur væri vinnandi fólk fórnarlamb ringulreiðar og hefndarherferð forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira