Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2025 21:40 Framhluta Boeing 757-þotunnar Eldfells stungið inn í gatið á norðurgafli Flugsafns Íslands á Akureyri á sjöunda tímanum í kvöld. Guðmundur Hilmarsson Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson
Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50