„Það verður andskoti flókið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 21:02 Sigurgeir Brynjar segir möguleika á því að ekkert veiðist af makríl á næsta ári. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira