„Það verður andskoti flókið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 21:02 Sigurgeir Brynjar segir möguleika á því að ekkert veiðist af makríl á næsta ári. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira