Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 15:25 Heimir Guðjónsson kveður í lok tímabilsins FH í annað sinn. Vísir / Anton Brink „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“ Besta deild karla FH Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“
Besta deild karla FH Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira