Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar 2. október 2025 07:03 Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn og fá starfsréttindi eftir 240 ECTS eininga háskólanám frá Embætti landlæknis. Stéttin hefur sérstaklega menntað sig til starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði fagsins byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfar hafa það markmið í störfum sínum að styðja virka þátttöku í samfélagi án aðgreiningar. Réttindabarátta og réttindagæsla hefur alltaf verið stór þáttur í starfi þroskaþjálfans. Litið er á hverja manneskju sem einstaka og í samstarfi við hana er leitað leiða til aukinna lífsgæða. Mikilvægt hlutverk í samfélaginu Skortur er á þroskaþjálfum á Íslandi líkt og á Norðurlöndunum. Þetta er alvarleg staða – fyrst og fremst fyrir þá sem eiga rétt á að fá þjónustu frá þroskaþjálfum samkvæmt lögum og reglugerðum. Þroskaþjálfar starfa á fjölbreyttum vettvangi – svo sem á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu, í félagsþjónustu, á heimilum fólks og víðar – þar sem þörf er á fagfólki sem styður einstaklinga til aukins sjálfstæðis, þátttöku og betra lífs. Stéttin hefur áratugareynslu af baráttu fyrir jöfnum tækifærum og mannréttindum. Háskóli Íslands sem og stjórnvöld þurfa að leggjast á árar með að fjölga þeim sem útskrifast ár hvert með viðbótardiplómu til starfsleyfis í þroskaþjálfafræðum. Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa er 2. október. Í ár bætist við sérstakt tilefni þar sem Þroskaþjálfafélag Íslands fagnar einnig 60 ára afmæli og í tilefni þess verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Vettvangur á tímamótum“ Horft til framtíðar Í dag líta þroskaþjálfar bæði um öxl og fagna þeirri vegferð sem farin hefur verið en jafnframt horfa þeir fram á veginn með bjartsýni og festu. Stéttin verður áfram mikilvægur hlekkur í að byggja upp manneskjulegra og réttlátara samfélag fyrir öll. Þroskaþjálfafélag Íslands hvetur öll til að kynna sér starf og viðfangsefni þroskaþjálfa nánar m.a. með því að hlusta á hlaðvarpið „Þroskaþjálfinn“ en það er aðgengilegt á Spotify. Höfundur er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun