Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 13:40 Helgi Gunnlaugsson skrifaði grein á Vísi í kjölfar umfjöllunar um samkomur Vítisengla. Vísir/Samsett Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“ Töluvert hefur verið fjallað um málefni Vítisengla hér á landi eftir að lögregla hefur endurtekið haft afskipti af samkomum hópsins hér á landi. Á síðustu þremur vikum hefur lögregla tvisvar sinnum lokað um umferð í Auðbrekku í Kópavogi til að fylgjast með Vítisenglunum. Í fyrra skiptið, laugardagskvöldið 13. september, voru þrír færðir í hald lögreglu en þeir síðan látnir lausir daginn eftir. Í kjölfar seinna skiptisins, sem var þann 28. september, sagði Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, að þau hyggðust fylgjast áfram með samkomum hópsins. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að hingað til hafi lögreglu tekist að koma í veg fyrir að samtök af þessu tagi komi hingað til lands. Hann segir þó óvíst hversu margir hafi í raun náð fullri aðild að Vítisenglunum. „Áhugi á að tengjast hópum af þessu tagi virðist vera fyrir hendi á Íslandi og ef til vill eru einhverjir þegar komnir inn. Þykir flott í ákveðnum kreðsum. Óttablandin virðing borin fyrir meðlimum, í áberandi glitrandi leðurklæðnaði, skreyttir alls kyns táknrænum merkjum,“ segir Helgi í aðsendri grein á Vísi, sem ber titilinn „Mótorhjólasamtök á Íslandi - hvers vegna öll þessi læti?“ „Hugsanlega er meiri áhugi hér á landi núna fyrir að tengjast samtökum af þessu tagi sem skýrir meiri þunga hjá lögreglunni og aukinn viðbúnað að koma í veg fyrir þau. Mikilvægt fyrir yfirvöld að vera á varðbergi og ekki slá slöku við.“ Líti á sig sem útlaga Helgi bendir á að fjöldi rannsókna hafi verið framkvæmdar á hópum líkt og Vítisenglum og hvar sem slíkir hópar spretta upp fylgja afbrot. Þrátt fyrir rannsóknirnar hvílir mikil leynd yfir innra starfi hópanna. „Talsmenn þeirra segja aftur á móti að samtökin sjálf stundi ekki afbrot þótt sumir félagsmenn eigi sér brotasögu. Samtökin séu einungis félagsskapur fólks með áhuga á mótorhjólum eða óhefðbundnu lífi, mestmegnis í dag reyndar gamalla karla,“ segir hann. Meðlimir hópsins líta á sig sem eins konar útlaga að sögn Helga. Til að verða meðlimur Vítisengla þarf að uppfylla ýmis skilyrði og jafnvel gera eitthvað ólöglegt til að sanna að þú getir verið hluti af hópnum. Þegar meðlimirnir hafa fengið nóg sé meira en að segja það að snúa baki við hópnum. Í einstaka tilfellum eru þeir sem vilja segja skilið við hópinn drepnir. Séu félagasamtök líkt og Vítisenglar sett á laggirnar getur því fylgt áhættan að ungt fólk sem hefur lent utangarðs leiti í samtökin. „Tækifæri bjóðast á félagsskap og til að brjóta af sér eins og dæmin sanna. Börnin hafa t.d. nýlega á Norðurlöndum verið nýtt á vegum meðlima samtaka af þessu tagi til að fremja margvísleg ódæðisverk. Meðlimir samtaka og annarra gengja hafa í þessu samhengi boðið upp á framlengingu á brotaferli ungmenna inn í fullorðinsárin. Ofbeldi, auðgunarbrot, handrukkun og fíkniefnaviðskipti eru allt hluti af iðju meðlima,“ segir Helgi. Draga þurfi úr ljóma samtakanna „Réttarvörslukerfið er eigi að síður ekki eina aflið í samfélaginu sem þarf að vera vakandi,“ segir Helgi og bendir á að í Danmörku hafi refsingar sem tengist brotum hópa líkt og Vítisengla verið hertar. Svíar séu einnig með sambærileg áform í undirbúningi. Helgi telur að einnig þurfi að draga úr aðdráttarafli hópanna. „Fyrir þorra fólks eru gengi og alþjóðleg mótorhjólasamtök hvorki spennandi né eftirsóknarverð, en fyrir suma virðist þetta samt vera kúl. Við þurfum að draga úr ljóma sem svona samtök kunna að hafa. Og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í, forvarnir og stuðningur við jaðarsetta hópa er mikilvægur.“ Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um málefni Vítisengla hér á landi eftir að lögregla hefur endurtekið haft afskipti af samkomum hópsins hér á landi. Á síðustu þremur vikum hefur lögregla tvisvar sinnum lokað um umferð í Auðbrekku í Kópavogi til að fylgjast með Vítisenglunum. Í fyrra skiptið, laugardagskvöldið 13. september, voru þrír færðir í hald lögreglu en þeir síðan látnir lausir daginn eftir. Í kjölfar seinna skiptisins, sem var þann 28. september, sagði Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, að þau hyggðust fylgjast áfram með samkomum hópsins. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að hingað til hafi lögreglu tekist að koma í veg fyrir að samtök af þessu tagi komi hingað til lands. Hann segir þó óvíst hversu margir hafi í raun náð fullri aðild að Vítisenglunum. „Áhugi á að tengjast hópum af þessu tagi virðist vera fyrir hendi á Íslandi og ef til vill eru einhverjir þegar komnir inn. Þykir flott í ákveðnum kreðsum. Óttablandin virðing borin fyrir meðlimum, í áberandi glitrandi leðurklæðnaði, skreyttir alls kyns táknrænum merkjum,“ segir Helgi í aðsendri grein á Vísi, sem ber titilinn „Mótorhjólasamtök á Íslandi - hvers vegna öll þessi læti?“ „Hugsanlega er meiri áhugi hér á landi núna fyrir að tengjast samtökum af þessu tagi sem skýrir meiri þunga hjá lögreglunni og aukinn viðbúnað að koma í veg fyrir þau. Mikilvægt fyrir yfirvöld að vera á varðbergi og ekki slá slöku við.“ Líti á sig sem útlaga Helgi bendir á að fjöldi rannsókna hafi verið framkvæmdar á hópum líkt og Vítisenglum og hvar sem slíkir hópar spretta upp fylgja afbrot. Þrátt fyrir rannsóknirnar hvílir mikil leynd yfir innra starfi hópanna. „Talsmenn þeirra segja aftur á móti að samtökin sjálf stundi ekki afbrot þótt sumir félagsmenn eigi sér brotasögu. Samtökin séu einungis félagsskapur fólks með áhuga á mótorhjólum eða óhefðbundnu lífi, mestmegnis í dag reyndar gamalla karla,“ segir hann. Meðlimir hópsins líta á sig sem eins konar útlaga að sögn Helga. Til að verða meðlimur Vítisengla þarf að uppfylla ýmis skilyrði og jafnvel gera eitthvað ólöglegt til að sanna að þú getir verið hluti af hópnum. Þegar meðlimirnir hafa fengið nóg sé meira en að segja það að snúa baki við hópnum. Í einstaka tilfellum eru þeir sem vilja segja skilið við hópinn drepnir. Séu félagasamtök líkt og Vítisenglar sett á laggirnar getur því fylgt áhættan að ungt fólk sem hefur lent utangarðs leiti í samtökin. „Tækifæri bjóðast á félagsskap og til að brjóta af sér eins og dæmin sanna. Börnin hafa t.d. nýlega á Norðurlöndum verið nýtt á vegum meðlima samtaka af þessu tagi til að fremja margvísleg ódæðisverk. Meðlimir samtaka og annarra gengja hafa í þessu samhengi boðið upp á framlengingu á brotaferli ungmenna inn í fullorðinsárin. Ofbeldi, auðgunarbrot, handrukkun og fíkniefnaviðskipti eru allt hluti af iðju meðlima,“ segir Helgi. Draga þurfi úr ljóma samtakanna „Réttarvörslukerfið er eigi að síður ekki eina aflið í samfélaginu sem þarf að vera vakandi,“ segir Helgi og bendir á að í Danmörku hafi refsingar sem tengist brotum hópa líkt og Vítisengla verið hertar. Svíar séu einnig með sambærileg áform í undirbúningi. Helgi telur að einnig þurfi að draga úr aðdráttarafli hópanna. „Fyrir þorra fólks eru gengi og alþjóðleg mótorhjólasamtök hvorki spennandi né eftirsóknarverð, en fyrir suma virðist þetta samt vera kúl. Við þurfum að draga úr ljóma sem svona samtök kunna að hafa. Og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í, forvarnir og stuðningur við jaðarsetta hópa er mikilvægur.“
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira