Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. október 2025 11:20 Sindri og Albert ásamt dóttur þeirra, Emiliu Katrínu. Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason og eiginmaður hans, Albert Haagensen umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, hafa sett einbýlishús sitt við Bauganes í Skerjafirðinum á sölu. Ásett verð er 268 milljónir. Sindri og Albert eru vafalaust miklir smekkmenn og endurspeglast það í heimili þeirra, sem er prýtt vönduðum húsgögnum, listaverkum og almennum glæsileika þar sem smáatriðin spila stóra rullu. Húsið er byggt á pöllum og hefur verið endurnýjað á síðustu árum á vandaðan og smekklegan hátt. Innanhússhönnun var í höndum Berglindar Berndsen, innanhússarkitekts, sem meðal annars endurhannaði eldhús og gestasalerni. Um er að ræða 320 fermtera einbýlishús staðsett í friðsælum botnlanga í Skerjafirði. Flott aðkoma er að húsinu með upphitaðri hellulögn við bílaplan og tvöföldum bílskúr, á snyrtilegri og vel gróinni eignarlóð. Ríkuleg smekklegheit og klassísk hönnun Húsið býr yfir miklum karakter, gluggarnir eru ýmist bogadregnir eða franskir, múrsteinsveggir hvítmálaðir, lofthæð aukin og ljós marmaragólf gefa heimilinu ríkulegt yfirbragð. Stofa, arinstofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými, þar sem koníaksbrúnt Egg-stóll eftir danska arkitektinn og hönnuðinn Arne Jacobsen fangar strax augað. Hann er aðeins eitt af mörgum húsgögnum sem prýða rýmið. Einnig má nefna koníaksbrúnt LC2 sófasett, hannað árið 1928 af Le Corbusier, Charlotte Perriand og Pierre Jeanneret, þar sem þykkir púðar og stálgrind einkenna nútímalegan og hreinan stíl hönnunarinnar. Hið formfagra loftljós, Köngullinn í klassískum koparlit, prýðir rýmið ásamt Arco-gólflampanum og gólf- og borðlöpum eftir Poul Henningsen. Auk þess má sjá Bang & Olufsen hljómtæki og glæsilegan svartan flygil. Marmari með leðuráferð og spænskur stíll Eldhús er opið við borðstofu og smekklegt með sérsmíðuðum innréttingum og dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er stór eldhúseyja sem hægt er að sitja við. Útgengi út frá eldhúsi út á hellulagða verönd. Frá holi er gengið niður stiga í sjónvarpsrými og tómstundaherbergi, hannað í spænskum stíl með náttúruflísum á gólfi. Inn af sjónvarpsstofu er einnig aðgengi að herbergi með saunuklefa og sturtuaðstöðu. Á efsta palli er svefnherbergisálma með þremur rúmgóðum svefnherbergjum með parket á gólfi, tveimur baðherbergjum og þvottahúsi. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Fjölmiðlar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Sindri og Albert eru vafalaust miklir smekkmenn og endurspeglast það í heimili þeirra, sem er prýtt vönduðum húsgögnum, listaverkum og almennum glæsileika þar sem smáatriðin spila stóra rullu. Húsið er byggt á pöllum og hefur verið endurnýjað á síðustu árum á vandaðan og smekklegan hátt. Innanhússhönnun var í höndum Berglindar Berndsen, innanhússarkitekts, sem meðal annars endurhannaði eldhús og gestasalerni. Um er að ræða 320 fermtera einbýlishús staðsett í friðsælum botnlanga í Skerjafirði. Flott aðkoma er að húsinu með upphitaðri hellulögn við bílaplan og tvöföldum bílskúr, á snyrtilegri og vel gróinni eignarlóð. Ríkuleg smekklegheit og klassísk hönnun Húsið býr yfir miklum karakter, gluggarnir eru ýmist bogadregnir eða franskir, múrsteinsveggir hvítmálaðir, lofthæð aukin og ljós marmaragólf gefa heimilinu ríkulegt yfirbragð. Stofa, arinstofa og borðstofa eru samliggjandi í opnu og björtu rými, þar sem koníaksbrúnt Egg-stóll eftir danska arkitektinn og hönnuðinn Arne Jacobsen fangar strax augað. Hann er aðeins eitt af mörgum húsgögnum sem prýða rýmið. Einnig má nefna koníaksbrúnt LC2 sófasett, hannað árið 1928 af Le Corbusier, Charlotte Perriand og Pierre Jeanneret, þar sem þykkir púðar og stálgrind einkenna nútímalegan og hreinan stíl hönnunarinnar. Hið formfagra loftljós, Köngullinn í klassískum koparlit, prýðir rýmið ásamt Arco-gólflampanum og gólf- og borðlöpum eftir Poul Henningsen. Auk þess má sjá Bang & Olufsen hljómtæki og glæsilegan svartan flygil. Marmari með leðuráferð og spænskur stíll Eldhús er opið við borðstofu og smekklegt með sérsmíðuðum innréttingum og dökkum marmara á borðum. Fyrir miðju er stór eldhúseyja sem hægt er að sitja við. Útgengi út frá eldhúsi út á hellulagða verönd. Frá holi er gengið niður stiga í sjónvarpsrými og tómstundaherbergi, hannað í spænskum stíl með náttúruflísum á gólfi. Inn af sjónvarpsstofu er einnig aðgengi að herbergi með saunuklefa og sturtuaðstöðu. Á efsta palli er svefnherbergisálma með þremur rúmgóðum svefnherbergjum með parket á gólfi, tveimur baðherbergjum og þvottahúsi. Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Fjölmiðlar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira