Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Lovísa Arnardóttir skrifar 1. október 2025 08:46 Viðhorf landsmanna eru svipuð og í ágúst en örlítið fleiri telja þó að stjórnvöld eigi að gera minna. Vísir/Anton Brink Enn telja rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gasa í Palestínu. Rúm 32 prósent telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27 prósent að þau ættu að beita sér minna. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Viðhorf landsmanna voru könnuð í byrjun ágúst og svo aftur í september eftir að utanríkisráðherra tilkynnti um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar sér að beita gegn Ísrael vegna átakanna þar. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni á Gasa. Í niðurstöðum könnunar Gallup segir að lítils háttar breyting hafi orðið á viðhorfum landsmanna til aðgerða stjórnvalda frá ágúst og til september en þeim hefur á þessum tíma fjölgað sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna. Konur líklegri til að vilja frekari aðgerðir Í niðurstöðunum má sjá að töluvert fleiri konur en karlar telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira, það er 35 prósent karla og 47 prósent kvenna. Þá er einnig töluverður munur eftir því hversu mikla menntun fólk hefur hlotið. 48 prósent þeirra sem eru með háskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira á meðan 36 prósent þeirra sem eru með framhalds- eða grunnskólapróf telja stjórnvöld eiga að gera meira. Ekki er að sjá mikinn mun eftir því hversu mikið fólk þénar en töluverður munur er á stuðningi fólks eftir því hvaða flokk það myndi kjósa eða kjósi til Alþingis. Helstu breytur sem Gallup greindi svörin eftir. Gallup Mestur er stuðningurinn við aðgerðir stjórnvalda meðal kjósenda Samfylkingar, 59 prósent, og Viðreisnar, 53 prósent. Flokkur fólksins er einnig í ríkisstjórn en 40 prósent kjósenda flokksins telja að stjórnvöld eigi að gera meira og 24 prósent að þau séu að gera nóg. Hjá Samfylkingu er þetta hlutfall 33 prósent og 34 prósent hjá Viðreisn. Mesta andstaðan hjá Miðflokki Mesta andstaðan við aðgerðir stjórnvalda er svo hjá kjósendum Miðflokksins. Þar telja 67 prósent að stjórnvöld eigi að beita sér minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og fimm prósent telja að stjórnvöld eigi að beita sér meira. Staðan er svipuð hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins þar sem 51 prósent telja að stjórnvöld eigi að gera minna, 29 prósent telja að þau séu að gera nóg og tíu prósent telja að þau eigi að beita sér meira. Netkönnunin var gerð dagana 11. til 28. september 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.869 og þátttökuhlutfall var 42,9 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Megnið af svörum könnunarinnar kom samkvæmt Gallup inn þremur til fimm dögum eftir að tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda. Aðgerðirnar sem tilkynnt var um í september eru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum verða merktar, farið var fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum, Ben Gvir og Bezalel Smotrich, og aukinn stuðningur við málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum í Alþjóðadómstólnum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Skoðanakannanir Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42 Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02 Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. 1. október 2025 06:42
Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði bandarískum herforingjum og aðmírálum að búa sig undir að beita hernum innan Bandaríkjanna, gegn innlendum óvinum. Þetta sagði Trump í ræðu á fordæmalausum fundi með um átta hundruð af æðstu leiðtogum herafla Bandaríkjanna. 30. september 2025 15:02
Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. 30. september 2025 06:50