Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Maron Birnir, nýjasta poppstjarna landsins, ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Vísir/Anton Brink „Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins. Örlagaríkur valáfangi Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Maron Birni þurfi vart að kynna fyrir yngri kynslóðinni en fyrir þau sem ekki vita er Maron Birnir tónlistarmaður fæddur árið 2006 og alinn upp í Árbænum en það var eiginlega skrifað í skýin að hann myndi feta veg tónlistarinnar. Maron Birnir er rísandi stjarna í tónlistarheiminum.Vísir/Anton Brink „Við vorum nokkrir strákar saman í vinahópi sem tókum tónlistarvaláfanga í áttunda bekk hjá Kristjáni Sturlu. Hann er upphafið af þessu öllu, stofnaði Tónhyl sem við fórum svo að gera tónlist undir. Við byrjuðum á því að leika okkur en gáfum ekki út fyrr en við vorum búnir að æfa okkur í tvö ár. Kristján Sturla var ekki að fara að láta okkur gefa út eitthvað lélegt og við lærðum svo ótrúlega mikið. Svo er eiginlega sturlað hvert þetta hefur þróast.“ Strákarnir í Tónhyl eru samtals sex ásamt tveimur pródúserum. Maron Birnir lýsir konseptinu svipuðu Avengers ævintýramyndinni. „Þegar við erum saman myndum við Avengers, en svo erum við hver og einn með okkar eigin mynd. Þannig við gefum út tónlist saman og erum líka að þróa okkar eigið efni.“ Finnur fyrir aukinni athygli Maron, sem elskar að koma fram, gaf út sitt fyrsta sóló lag fyrr á árinu sem heitir Hvar ertu nú og hefur notið mikilla vinsælda, þá sérstaklega hjá yngri kynslóðunum. „Ég gerði lagið með Tedda sem er líka partur af Tónhyl. Það gekk alveg sjúklega vel og lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári. Eftir útgáfuna byrjar boltinn að rúlla, ég fer að spila miklu meira og það verður mikil breyting. Þetta er alveg skrýtið en svo ótrúlega gaman. Við erum auðvitað búnir að vera að gera tónlist lengi en þetta var svona í fyrsta sinn sem maður fann að þetta var í raun mjög vinsælt og farið að fá mikla athygli.“ Maron Birnir fann fyrir miklum breytingum eftir að hann gaf út lagið Hvar ertu nú?Vísir/Anton Brink Maron útskrifaðist með stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund í fyrra og segir að það hafi alltaf verið stefnan að klára það áður en hann leggði allt í tónlistina. „Mamma og pabbi vildu það líka og þau vilja reyndar að ég fari áfram í háskóla. Ég veit ekki enn hvað mig langar að læra þannig ég er í smá pásu, svo ég geti líka sett allan fókus á tónlistina og séð hvert það fer. Það gengur allavega mjög vel hingað til,“ segir Maron og brosir. „En það var líka sjúklega gaman í menntaskóla, þetta voru hingað til skemmtilegustu ár lífs míns. Við í Tónhyl héldum líka tvenna tónleika í Gamla Bíói á þessum tíma sem seldust upp á innan við sólarhring,“ bætir hann við og segir að þeir séu að skipuleggja fleiri á næsta ári. Tónhylur annað heimili Tónlistin spilar því veigamikinn sess í hans daglega lífi. „Ég vakna oftast seint, svona upp úr hádegi. Svo er ég að vinna í frístund eftir hádegi í fimmtíu prósent starfi sem er mjög fínt með en mamma og pabbi vilja líka að ég vinni við eitthvað tónlistinni. Eftir vinnu fer ég svo alltaf í stúdíóið í Tónhyl og er þar fram eftir, en það er bara eins og mitt annað heimili. Tónhylur er líka fjölskyldan mín. Svo er rosa mikið af öðrum listamönnum með stúdíó þarna, Herra Hnetusmjör, Flóni og Aron Can sem dæmi. Maður getur lært svo mikið af þeim og nær að kynnast senunni rosalega vel sem er mjög gott.“ View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Foreldrar Marons eru hvorug listamenn en eru mjög stolt af syni sínum. „Þau halda mér á jörðinni sem ég skil vel en þau styðja mig líka 100 prósent.“ Náðu markmiðum næstu ára á örskots stundu Aðspurður hvort hann hafi séð fyrir sér að lífið myndi þróast í þessa átt segir Maron: „Mig grunaði ekki endilega að þetta færi svona en ég vissi samt að við myndum ná einhverri athygli. Við höfum alltaf verið með ákveðin markmið í gangi. Árið 2025 vildum við ná tíu þúsund mánaðarlegum hlustendum á streymisveitunni Spotify og ná að spila á Samfés. Svo ætluðum við að láta okkur dreyma um að spila á Kótelettunni og Þjóðhátíð á næsta ári. En núna í ár erum við með fjörutíu þúsund mánaðarlega hlustendur og við spiluðum bæði á Þjóðhátíð og Kótelettunni. Við náðum mikið lengra en okkur hafði dreymt um.“ Strákarnir í Tónhyl akademíu náðu markmiðum sínum og meira til á árinu. Vísir/Anton Brink Fórnarkostnaðurinn alltaf þess virði Þjóðhátíð var að sögn Marons trylltasta giggið hingað til. „Þetta var rosaleg helgi. Í fyrra fór ég þangað til að djamma en núna fór maður þangað til að vinna. Ég var þarna í fjóra daga og spilaði alla dagana.“ Á uppvaxtarárunum átti fótbolti stóran sess í lífi Marons en hann segist alltaf hafa elskað tónlist. „Ég ólst upp við að hlusta á og fylgjast með til dæmis Birni og Aroni Can. Það er alveg skrýtið að vera svo að spila á sömu giggum og þeir en þetta eru samt rosa venjulegir og almennilegir gaurar. Frekar fyndið að ég fann um daginn sjálfsmynd sem ég tók með Daniil þegar ég var þrettán ára, svo vorum við að gefa út lag saman og fórum til Spánar að gigga saman.“ View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Það er ákveðinn fórnarkostnaður fólginn í því að starfa sem tónlistarmaður en Maron setur það ekki fyrir sig. „Maður þarf að velja og hafna og það er fullt af dæmi sem maður gæti verið að gera eins og að djamma með vinum sínum. En þetta er vinnan mín og mér finnst það bara geggjað. Ég er tilbúinn að leggja allt í þetta og þetta er bara byrjunin, svo sannarlega ekki endirinn. Ég stefni bara lengra og lengra og ætla að gefa út fyrstu plötuna mína snemma á næsta ári en er á fullu að vinna í henni núna.“ Syngur aðallega um ást og ástarsorg Aðspurður hvert aðal yrkisefnið sé segir hann: „Ég syng aðallega um ást og ástarsorg, hafa ekki allir lent í henni? Maður fer alveg á erfiða staði í listinni en það er oft eitthvað sem er kannski löngu liðið og ekki hvernig mér líður núna. Maður sækir innblástur í reynsluna, svo fæ ég líka innblástur frá öðrum tónlistarmönnum, til dæmis The Weeknd og Drake.“ @maron.birnir Þarft að vita kemur út 31 júlí🫶#fyrirþig #islenskt #islensktiktok #islensktonlist ♬ original sound - Maron Birnir Hann á alls ekki erfitt með að vera berskjaldaður í tónlistinni. „Nei mér finnst það ekki erfitt, mér finnst það eiginlega bara mjög næs. Þetta eru oft orð sem ég myndi aldrei segja í viðtali til dæmis en ég get sagt þau í lögum. Maður getur opnað sig svo miklu meira í gegnum tónlistina en á annan hátt og enginn tekur almennilega eftir því, sérstaklega því fólk hlustar oft á tónlist og hugsar um sitt eigið líf í tengslum við hana. Það er rosa þægilegt frelsi að geta sagt það sem þú vilt þegar þú syngur.“ Fyndið þegar einhver reynir að móðga hann Álit annarra er svo ekkert að þvælast fyrir þessum tónlistarmanni. „Mér er alveg sama hvað öllum finnst, bara alveg sama. Nema mömmu og pabba,“ segir hann einlægur og afslappaður. Þá fái hann alls kyns viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Maður er alveg að fá rosa mikið af kommentum á TikTok, sérstaklega fyrir fatastílinn minn og það ýtir bara undir að ég vilji klæðast fötum sem fólk er eitthvað að setja út á. Mér er alveg sama og finnst bara fyndið ef fólk reynir eitthvað að móðga mig með því að segja að ég klæði mig stelpulega.“ Tíska mikilvægt tjáningarform Hann segist að sama skapi hafa mikinn áhuga á tískunni og klæðaburði. „Tíska er svo stór partur af því hver maður er og hvaða ímynd maður setur út, hún er svo skemmtileg. Hún gerir fullt fyrir mig. Ég fæ mörg komment að ég klæðist eins og stelpa en mér finnst bara geggjað að geta klætt mig eins og ég vil og mér er alveg sama hvað öðrum finnst,„ segir Maron og bætir við að hann klæðist klæðast bolum og peysum með víðu og flegnu hálsmáli sem eru opnir og sýna mikið hold. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Þá rokkar hann ljósar strípur og gott tan við lúkkið og lítur einfaldlega út eins og stjarna. Umboðsmaðurinn ómetanlegur Það er síðan margt spennandi á döfinni hjá Maroni. „Við strákarnir í Tónhyl vorum að leika í bíómynd í sumar sem á að koma út snemma á næsta ári. Kristján Sturla ákvað að gera bíómynd og er leikstjóri og það eru fleiri skemmtilegir leikarar og ég held að þetta verði alveg geggjuð mynd,“ segir Maron spenntur en Kristján Sturla skipar sannarlega mikilvægan sess í hans lífi. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) „Hann er náttúrulega lang bestur sko. Hann er umboðsmaðurinn minn og sér um þetta allt og hefur gert bara frá byrjun. Hann þekkir líka fjölskylduna mína, hefur komið i mat oft heim og kom í útskriftina mína og svona.“ Að lokum spyr blaðamaður Maron aðeins út í ástarmálin. Er hann á föstu? „Ég veit það ekki, eitthvað þarna á milli, held ekki alveg í sambandi en ég er heldur ekki einhleypur,“ segir þessi rísandi stjarna kíminn. Hér má hlusta á Maron Birni á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Örlagaríkur valáfangi Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Maron Birni þurfi vart að kynna fyrir yngri kynslóðinni en fyrir þau sem ekki vita er Maron Birnir tónlistarmaður fæddur árið 2006 og alinn upp í Árbænum en það var eiginlega skrifað í skýin að hann myndi feta veg tónlistarinnar. Maron Birnir er rísandi stjarna í tónlistarheiminum.Vísir/Anton Brink „Við vorum nokkrir strákar saman í vinahópi sem tókum tónlistarvaláfanga í áttunda bekk hjá Kristjáni Sturlu. Hann er upphafið af þessu öllu, stofnaði Tónhyl sem við fórum svo að gera tónlist undir. Við byrjuðum á því að leika okkur en gáfum ekki út fyrr en við vorum búnir að æfa okkur í tvö ár. Kristján Sturla var ekki að fara að láta okkur gefa út eitthvað lélegt og við lærðum svo ótrúlega mikið. Svo er eiginlega sturlað hvert þetta hefur þróast.“ Strákarnir í Tónhyl eru samtals sex ásamt tveimur pródúserum. Maron Birnir lýsir konseptinu svipuðu Avengers ævintýramyndinni. „Þegar við erum saman myndum við Avengers, en svo erum við hver og einn með okkar eigin mynd. Þannig við gefum út tónlist saman og erum líka að þróa okkar eigið efni.“ Finnur fyrir aukinni athygli Maron, sem elskar að koma fram, gaf út sitt fyrsta sóló lag fyrr á árinu sem heitir Hvar ertu nú og hefur notið mikilla vinsælda, þá sérstaklega hjá yngri kynslóðunum. „Ég gerði lagið með Tedda sem er líka partur af Tónhyl. Það gekk alveg sjúklega vel og lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári. Eftir útgáfuna byrjar boltinn að rúlla, ég fer að spila miklu meira og það verður mikil breyting. Þetta er alveg skrýtið en svo ótrúlega gaman. Við erum auðvitað búnir að vera að gera tónlist lengi en þetta var svona í fyrsta sinn sem maður fann að þetta var í raun mjög vinsælt og farið að fá mikla athygli.“ Maron Birnir fann fyrir miklum breytingum eftir að hann gaf út lagið Hvar ertu nú?Vísir/Anton Brink Maron útskrifaðist með stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund í fyrra og segir að það hafi alltaf verið stefnan að klára það áður en hann leggði allt í tónlistina. „Mamma og pabbi vildu það líka og þau vilja reyndar að ég fari áfram í háskóla. Ég veit ekki enn hvað mig langar að læra þannig ég er í smá pásu, svo ég geti líka sett allan fókus á tónlistina og séð hvert það fer. Það gengur allavega mjög vel hingað til,“ segir Maron og brosir. „En það var líka sjúklega gaman í menntaskóla, þetta voru hingað til skemmtilegustu ár lífs míns. Við í Tónhyl héldum líka tvenna tónleika í Gamla Bíói á þessum tíma sem seldust upp á innan við sólarhring,“ bætir hann við og segir að þeir séu að skipuleggja fleiri á næsta ári. Tónhylur annað heimili Tónlistin spilar því veigamikinn sess í hans daglega lífi. „Ég vakna oftast seint, svona upp úr hádegi. Svo er ég að vinna í frístund eftir hádegi í fimmtíu prósent starfi sem er mjög fínt með en mamma og pabbi vilja líka að ég vinni við eitthvað tónlistinni. Eftir vinnu fer ég svo alltaf í stúdíóið í Tónhyl og er þar fram eftir, en það er bara eins og mitt annað heimili. Tónhylur er líka fjölskyldan mín. Svo er rosa mikið af öðrum listamönnum með stúdíó þarna, Herra Hnetusmjör, Flóni og Aron Can sem dæmi. Maður getur lært svo mikið af þeim og nær að kynnast senunni rosalega vel sem er mjög gott.“ View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Foreldrar Marons eru hvorug listamenn en eru mjög stolt af syni sínum. „Þau halda mér á jörðinni sem ég skil vel en þau styðja mig líka 100 prósent.“ Náðu markmiðum næstu ára á örskots stundu Aðspurður hvort hann hafi séð fyrir sér að lífið myndi þróast í þessa átt segir Maron: „Mig grunaði ekki endilega að þetta færi svona en ég vissi samt að við myndum ná einhverri athygli. Við höfum alltaf verið með ákveðin markmið í gangi. Árið 2025 vildum við ná tíu þúsund mánaðarlegum hlustendum á streymisveitunni Spotify og ná að spila á Samfés. Svo ætluðum við að láta okkur dreyma um að spila á Kótelettunni og Þjóðhátíð á næsta ári. En núna í ár erum við með fjörutíu þúsund mánaðarlega hlustendur og við spiluðum bæði á Þjóðhátíð og Kótelettunni. Við náðum mikið lengra en okkur hafði dreymt um.“ Strákarnir í Tónhyl akademíu náðu markmiðum sínum og meira til á árinu. Vísir/Anton Brink Fórnarkostnaðurinn alltaf þess virði Þjóðhátíð var að sögn Marons trylltasta giggið hingað til. „Þetta var rosaleg helgi. Í fyrra fór ég þangað til að djamma en núna fór maður þangað til að vinna. Ég var þarna í fjóra daga og spilaði alla dagana.“ Á uppvaxtarárunum átti fótbolti stóran sess í lífi Marons en hann segist alltaf hafa elskað tónlist. „Ég ólst upp við að hlusta á og fylgjast með til dæmis Birni og Aroni Can. Það er alveg skrýtið að vera svo að spila á sömu giggum og þeir en þetta eru samt rosa venjulegir og almennilegir gaurar. Frekar fyndið að ég fann um daginn sjálfsmynd sem ég tók með Daniil þegar ég var þrettán ára, svo vorum við að gefa út lag saman og fórum til Spánar að gigga saman.“ View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Það er ákveðinn fórnarkostnaður fólginn í því að starfa sem tónlistarmaður en Maron setur það ekki fyrir sig. „Maður þarf að velja og hafna og það er fullt af dæmi sem maður gæti verið að gera eins og að djamma með vinum sínum. En þetta er vinnan mín og mér finnst það bara geggjað. Ég er tilbúinn að leggja allt í þetta og þetta er bara byrjunin, svo sannarlega ekki endirinn. Ég stefni bara lengra og lengra og ætla að gefa út fyrstu plötuna mína snemma á næsta ári en er á fullu að vinna í henni núna.“ Syngur aðallega um ást og ástarsorg Aðspurður hvert aðal yrkisefnið sé segir hann: „Ég syng aðallega um ást og ástarsorg, hafa ekki allir lent í henni? Maður fer alveg á erfiða staði í listinni en það er oft eitthvað sem er kannski löngu liðið og ekki hvernig mér líður núna. Maður sækir innblástur í reynsluna, svo fæ ég líka innblástur frá öðrum tónlistarmönnum, til dæmis The Weeknd og Drake.“ @maron.birnir Þarft að vita kemur út 31 júlí🫶#fyrirþig #islenskt #islensktiktok #islensktonlist ♬ original sound - Maron Birnir Hann á alls ekki erfitt með að vera berskjaldaður í tónlistinni. „Nei mér finnst það ekki erfitt, mér finnst það eiginlega bara mjög næs. Þetta eru oft orð sem ég myndi aldrei segja í viðtali til dæmis en ég get sagt þau í lögum. Maður getur opnað sig svo miklu meira í gegnum tónlistina en á annan hátt og enginn tekur almennilega eftir því, sérstaklega því fólk hlustar oft á tónlist og hugsar um sitt eigið líf í tengslum við hana. Það er rosa þægilegt frelsi að geta sagt það sem þú vilt þegar þú syngur.“ Fyndið þegar einhver reynir að móðga hann Álit annarra er svo ekkert að þvælast fyrir þessum tónlistarmanni. „Mér er alveg sama hvað öllum finnst, bara alveg sama. Nema mömmu og pabba,“ segir hann einlægur og afslappaður. Þá fái hann alls kyns viðbrögð á samfélagsmiðlum. „Maður er alveg að fá rosa mikið af kommentum á TikTok, sérstaklega fyrir fatastílinn minn og það ýtir bara undir að ég vilji klæðast fötum sem fólk er eitthvað að setja út á. Mér er alveg sama og finnst bara fyndið ef fólk reynir eitthvað að móðga mig með því að segja að ég klæði mig stelpulega.“ Tíska mikilvægt tjáningarform Hann segist að sama skapi hafa mikinn áhuga á tískunni og klæðaburði. „Tíska er svo stór partur af því hver maður er og hvaða ímynd maður setur út, hún er svo skemmtileg. Hún gerir fullt fyrir mig. Ég fæ mörg komment að ég klæðist eins og stelpa en mér finnst bara geggjað að geta klætt mig eins og ég vil og mér er alveg sama hvað öðrum finnst,„ segir Maron og bætir við að hann klæðist klæðast bolum og peysum með víðu og flegnu hálsmáli sem eru opnir og sýna mikið hold. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) Þá rokkar hann ljósar strípur og gott tan við lúkkið og lítur einfaldlega út eins og stjarna. Umboðsmaðurinn ómetanlegur Það er síðan margt spennandi á döfinni hjá Maroni. „Við strákarnir í Tónhyl vorum að leika í bíómynd í sumar sem á að koma út snemma á næsta ári. Kristján Sturla ákvað að gera bíómynd og er leikstjóri og það eru fleiri skemmtilegir leikarar og ég held að þetta verði alveg geggjuð mynd,“ segir Maron spenntur en Kristján Sturla skipar sannarlega mikilvægan sess í hans lífi. View this post on Instagram A post shared by Maron Birnir (@maron_birnir17) „Hann er náttúrulega lang bestur sko. Hann er umboðsmaðurinn minn og sér um þetta allt og hefur gert bara frá byrjun. Hann þekkir líka fjölskylduna mína, hefur komið i mat oft heim og kom í útskriftina mína og svona.“ Að lokum spyr blaðamaður Maron aðeins út í ástarmálin. Er hann á föstu? „Ég veit það ekki, eitthvað þarna á milli, held ekki alveg í sambandi en ég er heldur ekki einhleypur,“ segir þessi rísandi stjarna kíminn. Hér má hlusta á Maron Birni á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tíska og hönnun Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira