Handbolti

Ís­lendingarnir skutu Ring­sted á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Bragi lék með Bjerringbro-Silkeborg áður en hann fór til Ringsted.
Guðmundur Bragi lék með Bjerringbro-Silkeborg áður en hann fór til Ringsted. Silkeborg

Ringsted vann fimm marka sigur á Skjern í danska bikarnum í handbolta. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson spiluðu stóran þátt í sigrinum.

Guðmundur Bragi skoraði fjögur mörk úr átta skotum á meðan Ísak skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum, lokatölur 32-27 og Ringsted komið áfram í 8-liða úrslit.

Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk í átta marka tapi Ribe-Esbjerg gegn Bjerringbro-Silkeborg, lokatölur 29-37.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×