Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. september 2025 18:55 Fjöldi manns fær uppsagnarbréf í dag. Vísir/Vilhelm Rúmlega fimmtíu manns missa strax vinnuna hjá fyrirtækinu Airport Associates sem þjónustaði Play á Keflavíkurflugvelli og ekki er útilokað að til frekari uppsagna komi. Forstjóri fyrirtækisins segir gjaldþrot Play mikið högg. Fyrirtækið hefur verið með um þrjú hundruð og fimmtíu manns í vinnu á Keflavíkurflugvelli og þjónustar það mörg flugfélög. „Þetta er talsvert mikið högg og eftirsjá eftir Play. Maður sér mikið eftir að þeir verði ekki starfandi lengur. Þetta hefur náttúrulega mjög neikvæð áhrif. Við þurfum að skala niður starfsemina til að vera með réttan starfsmannafjölda í takt við þau flug sem við komum til með að þjónusta áfram,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Assocites. Fyrirtækið hefur þegar gripið til aðgerða og er byrjað að segja upp starfsfólki. „Mér sýnist að það séu kannski svona rúmir fimmtíu sem eru að fá uppsögn í dag.“ Hugsanlega fái samt einhverjir boð um lægra starfshlutfall. „Tíminn hefur náttúrulega verið lítill til að undirbúa. Við erum svona rétt að ná utan um þetta,“ segir Sigþór. Hann segir flesta þá sem missa vinnuna búa á Suðurnesjunum og áhrifin því töluverð á svæðinu. Þá segir hann ekki útilokað að fleiri fái uppsagnarbréf á næstunni. „Það getur alveg verið að það sé eitthvað smá í viðbót. Það er ekki ósennilegt.“ Ekki er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið lendir í slíkum vandræðum. Fyrst um sinn var 237 starfsmönnum sagt upp í nóvember 2018 þegar horfur WOW air versnuðu til muna. Þegar flugfélagið varð síðan gjaldþrota var 315 starfsmönnum Airport Associates sagt upp. Um helmingur verkefna fyrirtækisins sneru að því að þjónusta WOW air. Margir hafa haft samband við Vinnumálastofnun Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir viðbúið að hópuppsagnir fylgi gjaldþroti líkt og gjaldþroti Play. Við gjaldþrot flugfélagsins Play misstu fjögur hundruð og tuttugu manns vinnuna og hafa margir þeirra þegar haft samband við Vinnumálastofnun til að kanna með réttindi sín. „Við höfum nú dálitla reynslu frá því að WOW féll þó að þetta sé ekki næstum því sama umfangið og þá var. Þannig að við erum með okkar verkferla. Við bjóðum fram aðstoð og vinnum þetta í miklu samstarfi við stéttarfélögin.“ Unnur segir Vinnumálastofnun vita af hópuppsögnum á leiðinni. „Fleiri svona fyrirtæki sem eru að þjóna flugfélögunum. Það er samdráttur náttúrulega þegar svona stórt félag fer af vellinum,“ segir hún. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir Nýjar tölur sem Hagstofan birti í dag sýna að atvinnuleysi er að aukast en það var 5,3% í ágúst sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra. Unnur segir áhrif gjaldþrotsins og mögulegar uppsagnir í framhaldinu ekki koma til með að birtast í tölum Vinnumálastofnunar fyrr en í nóvember. Hún bendir á að atvinnuleysi fari jafnan vaxandi á haustin. „Það er náttúrulega bara að harðna á dalnum eins og alltaf á þessum árstíma. Byggingargeirinn dregst saman, ferðaiðnaðurinn dregst saman og hann gerir það náttúrulega núna í kjölfar þessara frétta. Þannig það er samdráttur í kortunum.“ Spár liggi ekki fyrir um hvernig atvinnuleysi komi til með að þróast eftir áramótin en jafnan taki að draga úr því með hækkandi sól. „Við byrjum að sjá það svona í mars og svo fer það áfram inn í sumarið,“ segir Unnur. Þá telur hún að þeir sem misstu vinnuna hjá Play verði fljótt komnir í ný störf. „Ég held að þetta sé hópur sem að er sterkur á vinnumarkaði. Þetta er upp til hópa fólk í yngri kantinum með góða menntun. Þannig ég held að þau verði nokkuð fljót að finna sér ný störf. Ég á frekar von á því.“ Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Play Fréttir af flugi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Fyrirtækið hefur verið með um þrjú hundruð og fimmtíu manns í vinnu á Keflavíkurflugvelli og þjónustar það mörg flugfélög. „Þetta er talsvert mikið högg og eftirsjá eftir Play. Maður sér mikið eftir að þeir verði ekki starfandi lengur. Þetta hefur náttúrulega mjög neikvæð áhrif. Við þurfum að skala niður starfsemina til að vera með réttan starfsmannafjölda í takt við þau flug sem við komum til með að þjónusta áfram,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri Airport Assocites. Fyrirtækið hefur þegar gripið til aðgerða og er byrjað að segja upp starfsfólki. „Mér sýnist að það séu kannski svona rúmir fimmtíu sem eru að fá uppsögn í dag.“ Hugsanlega fái samt einhverjir boð um lægra starfshlutfall. „Tíminn hefur náttúrulega verið lítill til að undirbúa. Við erum svona rétt að ná utan um þetta,“ segir Sigþór. Hann segir flesta þá sem missa vinnuna búa á Suðurnesjunum og áhrifin því töluverð á svæðinu. Þá segir hann ekki útilokað að fleiri fái uppsagnarbréf á næstunni. „Það getur alveg verið að það sé eitthvað smá í viðbót. Það er ekki ósennilegt.“ Ekki er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið lendir í slíkum vandræðum. Fyrst um sinn var 237 starfsmönnum sagt upp í nóvember 2018 þegar horfur WOW air versnuðu til muna. Þegar flugfélagið varð síðan gjaldþrota var 315 starfsmönnum Airport Associates sagt upp. Um helmingur verkefna fyrirtækisins sneru að því að þjónusta WOW air. Margir hafa haft samband við Vinnumálastofnun Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir viðbúið að hópuppsagnir fylgi gjaldþroti líkt og gjaldþroti Play. Við gjaldþrot flugfélagsins Play misstu fjögur hundruð og tuttugu manns vinnuna og hafa margir þeirra þegar haft samband við Vinnumálastofnun til að kanna með réttindi sín. „Við höfum nú dálitla reynslu frá því að WOW féll þó að þetta sé ekki næstum því sama umfangið og þá var. Þannig að við erum með okkar verkferla. Við bjóðum fram aðstoð og vinnum þetta í miklu samstarfi við stéttarfélögin.“ Unnur segir Vinnumálastofnun vita af hópuppsögnum á leiðinni. „Fleiri svona fyrirtæki sem eru að þjóna flugfélögunum. Það er samdráttur náttúrulega þegar svona stórt félag fer af vellinum,“ segir hún. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir Nýjar tölur sem Hagstofan birti í dag sýna að atvinnuleysi er að aukast en það var 5,3% í ágúst sem er nokkuð meira en á sama tíma í fyrra. Unnur segir áhrif gjaldþrotsins og mögulegar uppsagnir í framhaldinu ekki koma til með að birtast í tölum Vinnumálastofnunar fyrr en í nóvember. Hún bendir á að atvinnuleysi fari jafnan vaxandi á haustin. „Það er náttúrulega bara að harðna á dalnum eins og alltaf á þessum árstíma. Byggingargeirinn dregst saman, ferðaiðnaðurinn dregst saman og hann gerir það náttúrulega núna í kjölfar þessara frétta. Þannig það er samdráttur í kortunum.“ Spár liggi ekki fyrir um hvernig atvinnuleysi komi til með að þróast eftir áramótin en jafnan taki að draga úr því með hækkandi sól. „Við byrjum að sjá það svona í mars og svo fer það áfram inn í sumarið,“ segir Unnur. Þá telur hún að þeir sem misstu vinnuna hjá Play verði fljótt komnir í ný störf. „Ég held að þetta sé hópur sem að er sterkur á vinnumarkaði. Þetta er upp til hópa fólk í yngri kantinum með góða menntun. Þannig ég held að þau verði nokkuð fljót að finna sér ný störf. Ég á frekar von á því.“
Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Vinnumarkaður Play Fréttir af flugi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira