Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 1. október 2025 06:00 Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Andstæðingar ríkisstjórnarflokkanna keppast þessa dagana við að bera á torg misvísandi upplýsingar um meint afnám samsköttunar. Í síðustu viku birti Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, grein hér á Vísi með ýmsum framsetningum sem hæglega geta leitt til misskilnings. Þar sló hún á sama streng og ýmsir kollegar hennar úr stjórnmálum, sem eiga það allir sameiginlegt að styðja ekki ríkisstjórnina. Í grein sinni heldur borgarfulltrúinn því fram að ríkisstjórnin ætli sér að afnema samsköttun hjóna. Máli sínu til stuðnings klæddi hún afnám samsköttunar í þann búning að ríkisstjórnin sé að ráðast gegn ýmsum fjölskyldumynstrum í íslensku samfélagi. Spurningin sem þarf að svara er hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið veiti tekjuhæsta fólki landsins skattaafslátt sem engum öðrum í skattkerfinu stendur til boða? Sérstaklega ekki fjölskyldum þar sem enginn er tekjuhár eða einstæðum foreldrum. Núverandi ríkisstjórn finnst það ekki réttlætanlegt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðist hafa verið sammála. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks virðist hafa verið sammála en báðar þessar ríkisstjórnir, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra, lögðu til afnám ívilnunarinnar. Til þess að svara þessari spurningu þá er mikilvægt að fullnægjandi upplýsingar liggi til grundvallar og því ætla ég að árétta hér nokkrar staðreyndir sem skipta höfuðmáli í þessari umræðu. Fyrir það fyrsta þá er ekki verið að leggja til afnám samsköttunar hjóna heldur sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Það er verið að boða afnám samnýtingar skattþrepa á milli sambýlisfólks og hjóna þar sem annar aðilinn er í efsta skattþrepi og hinn ekki. Kerfið eins og það er í dag býður upp á þann möguleika að einstaklingur í efsta skattþrepi nýti ónýtt skattþrep maka til skattalækkunar fyrir heimilið. Þessi tilfærsla er einungis heimil milli tveggja efri þrepanna í skattkerfinu. Hver er munurinn á þessu og afnámi samsköttunar? Hann er sá að ef samsköttun væri að fullu afnumin þá myndu hjón ekki geta nýtt persónuafslátt hvors annars til lækkunar á skattbyrði heimilis. Enginn skattalegur ávinningur væri vegna sambúðar eða hjónabands. Hvaða rök liggja að baki því að afnema samnýtingu tveggja efstu skattþrepanna? Samnýting skattþrepa er skattastyrkur til tekjuhárra heimila. Til þess að geta nýtt úrræðið þarf annar aðilinn að vera með tekjur sem ná yfir 1.325.127 kr. á mánuði. Einstaklingur með þær tekjur sem nýtir persónuafslátt sinn og maka (sem áfram verður hægt) hefur heildarlaun eftir skatt sem nema 956.904 kr. Til samanburðar eru laun eftir skatt hjá heimili þar sem eru tveir aðilar með 662.563 kr. í tekjur 987.584 kr. Raunstaða heimilanna tveggja verður svipuð. Innan við 1% starfsfólks í fullu starfi hefur laun í kringum þessi efstu skattþrepaskil, hin 16% sem eru í efsta skattþrepi hafa hærri tekjur og hafa því meira á milli handanna eftir skatt en tilgreint er hér að ofan. Það dylst því engum að laun heimilis sem getur nýtt þetta úrræði eru bærileg. Rýnum aðeins raunstöðuna og hvernig þetta skattþrep nýtist í samfélaginu: Skattalega hagræðið sem verið er að afnema nær til um 4% einstaklinga á Íslandi. Nærri því allur þessi skattaafsláttur fer til 7% tekjuhæsta hóps landsins. 93,3% þessa skattaafsláttar fer til 5% tekjuhæsta hópsins. Með afnámi samnýtingar skattþrepsins hækkar tekjuskattur sem hópurinn greiðir um 0,62%. Fjárhæðin sem ríkið gefur eftir í þennan afslátt er 2,8 milljarðar. Þar af 700 milljónir til 1% tekjuhæsta hóps landsins. Þetta er sá hópur á Íslandi sem einna minnst þarf á skattaafslætti að halda. Skattaafsláttur heimilis sem fullnýtir úrræðið er 425 þúsund krónur á á ári sem er ansi nærri útborguðum launum einstaklings með 650.000 í mánaðarlaun. Nýtum fjármagn ríkisins til þess að lyfta upp þeim sem þurfa á að halda í gegnum öflugt velferðarkerfi en ekki með sérsniðnum skattaafslætti fyrir tekjuhæsta fólk landsins. Það er einn af kjörnunum í jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og ætti ekki að koma neinum á óvart. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar