Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2025 15:18 Fjarskiptasamband á stofnvegum og á hálendinu er gloppótt. Til stendur að stoppa upp í götin en ríkið hefur ekki fjármagnað uppbyggingu sendastöðva. Vísir/Vilhelm Ekki verður lengur krafist að neyðarfjarskiptakerfi verði byggt upp á hálendisvegum og uppbygging fjarskiptasenda við stofnvegi verður frestað þar sem fjármagn fékkst ekki frá ríkinu til þess að leysa eldra talstöðvarkerfi af hólmi. Félagið Öryggisfjarskipti sem tengist Neyðarlínunni og er að mestu í opinberri eigu fékk úthlutað tíðniheimildum frá Fjarskiptastofu í tengslum við uppbyggingu neyðar- og öryggiskerfis og þátttöku í uppbyggingu nýrra sendastaða við stofnvegi. Uppbyggingin er í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin sem þurfa að setja upp sendastöðvar. Ætlunin var að loka gloppum í fjarskiptasambandi á stofnvegum um landið og leysa svonefnt tetra-kerfi af hólmi með nýjum sendum. Meðal annars stóð til að fjarskiptasamband næðist á öllum stofnvegum og á hálendisvegum. Ríkið hefur hins vegar ekki tryggt Öryggisfjarskiptum fjármagn til þess að standa við þau skilyrði um útbreiðslu sem Fjarskiptastofa setti fyrir því að veita tíðniheimildina. Skilyrðin voru endurskoðuð í samráði stofunnar við fjarskiptafyrirtækin og Öryggisfjarskipti í vor. Þá var ætlunin að fella út kröfu um uppbyggingu á Sprengisandsleið en halda öðrum hálendisleiðum inni og seinka uppbyggingu við stofnvegi um tvö ár, að því er kom fram í frétt Ríkisútvarpsins í maí. Ívilnanir til að auka ekki kostnað fjarskiptafyrirtækjanna Eftir frekara samráð sem var haldið þegar ljóst varð að ekki væri von á að uppbyggingin yrði fjármögnuð á næstunni er niðurstaðan að fella niður kvaðir um uppbyggingu á öllum hálendisvegum. Útbreiðsluskylda fjarskiptafyrirtækjanna á stofnvegum verði 99 prósent í árslok 2027 og hundrað prósent í lok árs 2028. Þá verði því frestað að auka hraða í netsambandi um fimm ár, að því er segir í tilkynningu frá Fjarskiptastofu. Þar segir að ívilnanirnar eigi að gera Nova, Símanum og Sýn kleift að klára útbreiðslu við stofnvegi án þess að kostnaður verði meiri en áætlaður var á hvert fyrirtæki í upphafi. Öryggisfjarskipti eiga að halda áfram að skipuleggja uppbygginguna án endurgjalds og án þess að vera hluti af fjárfestingum. Félagið heldur tíðniheimid sinni en hún verður tekin til endurskoðunar árið 2030 ef áform um uppbyggingu liggja ekki fyrir þá. Fjarskiptafyrirtækin og Öryggisfjarskipti hafa nú skilyrðin til umsagnar. Öryggisfjarskipti eiga að auglýsa aðgang að tíðninni og skilmála aðgangsins fyrir áramót. Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Stjórnsýsla Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Félagið Öryggisfjarskipti sem tengist Neyðarlínunni og er að mestu í opinberri eigu fékk úthlutað tíðniheimildum frá Fjarskiptastofu í tengslum við uppbyggingu neyðar- og öryggiskerfis og þátttöku í uppbyggingu nýrra sendastaða við stofnvegi. Uppbyggingin er í samstarfi við fjarskiptafyrirtækin sem þurfa að setja upp sendastöðvar. Ætlunin var að loka gloppum í fjarskiptasambandi á stofnvegum um landið og leysa svonefnt tetra-kerfi af hólmi með nýjum sendum. Meðal annars stóð til að fjarskiptasamband næðist á öllum stofnvegum og á hálendisvegum. Ríkið hefur hins vegar ekki tryggt Öryggisfjarskiptum fjármagn til þess að standa við þau skilyrði um útbreiðslu sem Fjarskiptastofa setti fyrir því að veita tíðniheimildina. Skilyrðin voru endurskoðuð í samráði stofunnar við fjarskiptafyrirtækin og Öryggisfjarskipti í vor. Þá var ætlunin að fella út kröfu um uppbyggingu á Sprengisandsleið en halda öðrum hálendisleiðum inni og seinka uppbyggingu við stofnvegi um tvö ár, að því er kom fram í frétt Ríkisútvarpsins í maí. Ívilnanir til að auka ekki kostnað fjarskiptafyrirtækjanna Eftir frekara samráð sem var haldið þegar ljóst varð að ekki væri von á að uppbyggingin yrði fjármögnuð á næstunni er niðurstaðan að fella niður kvaðir um uppbyggingu á öllum hálendisvegum. Útbreiðsluskylda fjarskiptafyrirtækjanna á stofnvegum verði 99 prósent í árslok 2027 og hundrað prósent í lok árs 2028. Þá verði því frestað að auka hraða í netsambandi um fimm ár, að því er segir í tilkynningu frá Fjarskiptastofu. Þar segir að ívilnanirnar eigi að gera Nova, Símanum og Sýn kleift að klára útbreiðslu við stofnvegi án þess að kostnaður verði meiri en áætlaður var á hvert fyrirtæki í upphafi. Öryggisfjarskipti eiga að halda áfram að skipuleggja uppbygginguna án endurgjalds og án þess að vera hluti af fjárfestingum. Félagið heldur tíðniheimid sinni en hún verður tekin til endurskoðunar árið 2030 ef áform um uppbyggingu liggja ekki fyrir þá. Fjarskiptafyrirtækin og Öryggisfjarskipti hafa nú skilyrðin til umsagnar. Öryggisfjarskipti eiga að auglýsa aðgang að tíðninni og skilmála aðgangsins fyrir áramót. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Stjórnsýsla Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira