Viðskipti innlent

Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðs­dómi

Árni Sæberg skrifar
Beiðni um gjaldþrotaskipti var lögð fram í gær.
Beiðni um gjaldþrotaskipti var lögð fram í gær. Vísir/Vilhelm

Gjaldþrotaskiptabeiðni Fly Play hf. verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11. Búast má við því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota síðar í dag.

Play tilkynnti í gær um stöðvun rekstrar og í kjölfarið að stjórn félagsins hefði lagt fram beiðni í Héraðsdómi Reykjavíkur um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þess væri vænst að úrskurður yrði kveðinn upp í dag.

Á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá eina fyrirtöku gjaldþrotabeiðni í dag. Hún verður háð milli klukkan 11 og 11:15. Að lokinni fyrirtöku verður beiðnin tekin til úrskurðar. Svo fljótt sem verða má eftir að krafa hefur verið tekin til úrskurðar skal héraðsdómari kveða upp úrskurð um hvort bú skuldarans verði tekið til gjaldþrotaskipta, hvort sem kröfunni hefur verið mótmælt eða ekki. Reikna má fastlega með því að úrskurður um gjaldþrot verði kveðinn upp í dag.

Þegar héraðsdómari hefur kveðið upp úrskurð um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta skipar hann skiptastjóra til að fara með skiptin með bókun í þingbók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×