Play er gjaldþrota Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 09:37 Einar Örn Ólafsson var forstjóri Play. Vísir/Einar Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Í tilkynningu frá Play til Kauphallar á tíunda tímanum í morgun sagði að rekstur félagsins hefði lengi verið undir væntingum, flugmiðasala undanfarið gengið illa og vísað til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum í því samhengi. Þá hafi ríkt ósætti meðal hluta starfsmanna vegna breytingar á stefnu félagsins. Miklar vonir hafi verið bundnar við breytt viðskiptalíkan félagsins um að flytja félagið til Möltu, hætta Bandaríkjaflugi og einblína á sólarlandaferðir. Því miður væri orðið ljóst að þær breytingar geti ekki skilað nauðsynlegum árangri til að vinna á djúpstæðum vanda félagsins sem safnast hefur upp. Eftir á að hyggja hefði þurft að innleiða þær fyrr. „Í ljósi ofangreinds bindur Play enda á sína starfsemi í dag. Ljóst er að þúsundir farþega þurfa að endurskipuleggja heimför, á um það bil 400 missa vinnuna og samstarfsaðilar fyrirtækisins verða fyrir tjóni.“ Innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fundað með Play í ágúst og fengið gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG í byrjun september. Í ljósi nýs hlutafjár hafi ekki þótt tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Öll nýjustu tíðindi af gjaldþroti Play má finna í vaktinni að neðan þar sem rætt er við forstjóra Play, starfsmann Play, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og fjölda farþega á Keflavíkurflugvelli. Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Ferðaþjónusta Ferðalög Gjaldþrot Play Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira