„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 19:49 „Lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum,“ segir Baldvin Már, lögmaður brasilískrs ferðamanns sem var vísað frá landi af „fremur furðulegum ástæðum.“ Samsett mynd Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi. Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi.
Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira