Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Alþingi Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun