Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 13:15 Blaine Milam var tekinn af lífi með banvænni sprautu. AP og Getty Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira