Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 09:11 James Comey, þáverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, þegar hann ræddi við þingnefnd árið 2017. Ákæran varðar framburð hans hjá slíkri nefnd árið 2020. AP/Carolyn Kaster James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Sjá meira
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent