Ástfangin á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 10:40 Sigga Ey og Steini eru ástfangin á ný og byrjuð aftur saman. Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í Hjálmum, og tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir eru byrjuð aftur saman. Þau kynntust fyrst árið 2004, eignuðust tvö börn saman og giftu sig en leiðir skildu fyrir mörgum árum síðan. Parið tilkynnti um nýtt samband sitt á Facebook í gær og hefur hamingjuóskunum rignt inn til þeirra Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, er úr mikilli tónlistarfjölskyldu, dóttir Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarsssonar og svo er KK móðurbróðir hennar. Sigríður stofnaði hljómsveitina Sísí Ey með systrum sínum, Elísabetu og Elínu, árið 2011 og þær kepptu síðan í Eurovision undir nafninu Systur með laginu „Með hækkandi sól“. Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini í Hjálmum, er alinn upp á Hallormsstað en stofnaði reggísveitina Hjálma með nokkrum félögum í Keflavík árið 2004. Þeir hættu tímabundið árið 2006 en hafa spilað á fullu síðan. Hann stofnaði tónlistarsjálfið Medda Sinn í fyrra. Sigríður og Þorsteinn byrjuðu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum, hann 27 ára og hún 24 ára, en Sigríður átti fyrir eitt barn úr fyrra sambandi. „Ég kynntist Sigríði í árslok 2004 og við fórum að vera saman í upphafi næsta árs. Við eignuðumst tvö yndisleg börn og það var nóg að gera í tónlistinni og lífið bara ljómandi gott,“ sagði Þorsteinn um samband þeirra í viðtali við Mannlíf árið 2019. Síðan skildu leiðir. „Við eigum tvö yndisleg börn saman. Þegar leiðir okkar skildu eftir langt samband var ég einstæð um tíma, þangað til ég kynntist yndislegum manni árið 2017,“ sagði Sigríður í viðtali við Mannlíf árið 2019. Sigríður eignaðist dóttur með þeim manni en síðan slitnaði upp úr sambandinu fyrir nokkrum árum síðan. Sigríður og Þorsteinn hafa alltaf haldið góðu vinasambandi og komið fram saman í gegnum árin, hann spilaði með Systrum í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves 2023. Þá hafa þau sést reglulega saman í gegnum tíðina en nú er ljóst að vinskapurinn hefur blómstrað í fallegt ástarsamband. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Parið tilkynnti um nýtt samband sitt á Facebook í gær og hefur hamingjuóskunum rignt inn til þeirra Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, er úr mikilli tónlistarfjölskyldu, dóttir Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarsssonar og svo er KK móðurbróðir hennar. Sigríður stofnaði hljómsveitina Sísí Ey með systrum sínum, Elísabetu og Elínu, árið 2011 og þær kepptu síðan í Eurovision undir nafninu Systur með laginu „Með hækkandi sól“. Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini í Hjálmum, er alinn upp á Hallormsstað en stofnaði reggísveitina Hjálma með nokkrum félögum í Keflavík árið 2004. Þeir hættu tímabundið árið 2006 en hafa spilað á fullu síðan. Hann stofnaði tónlistarsjálfið Medda Sinn í fyrra. Sigríður og Þorsteinn byrjuðu fyrst saman fyrir rúmum tuttugu árum, hann 27 ára og hún 24 ára, en Sigríður átti fyrir eitt barn úr fyrra sambandi. „Ég kynntist Sigríði í árslok 2004 og við fórum að vera saman í upphafi næsta árs. Við eignuðumst tvö yndisleg börn og það var nóg að gera í tónlistinni og lífið bara ljómandi gott,“ sagði Þorsteinn um samband þeirra í viðtali við Mannlíf árið 2019. Síðan skildu leiðir. „Við eigum tvö yndisleg börn saman. Þegar leiðir okkar skildu eftir langt samband var ég einstæð um tíma, þangað til ég kynntist yndislegum manni árið 2017,“ sagði Sigríður í viðtali við Mannlíf árið 2019. Sigríður eignaðist dóttur með þeim manni en síðan slitnaði upp úr sambandinu fyrir nokkrum árum síðan. Sigríður og Þorsteinn hafa alltaf haldið góðu vinasambandi og komið fram saman í gegnum árin, hann spilaði með Systrum í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves 2023. Þá hafa þau sést reglulega saman í gegnum tíðina en nú er ljóst að vinskapurinn hefur blómstrað í fallegt ástarsamband.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23. maí 2025 09:02