Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 16:13 Lundinn er friðaður samkvæmt lögum en undantekningar til veiða eru á ákveðnum tímum og á svæðum þar sem eggja- eða ungataka lunda telst til hefðbundinna hlunninda. Vísir/Vilhelm Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lundaeggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar. „Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn. Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Þetta var gríðarlega vinna. Fyrsti unginn braust út úr eggi eftir aðeins fjóra daga og síðan komu fleiri smám saman,“ segir Erwin de Zwart, talsmaður dýragarðsins, í samtali við hollenska miðilinn NOS sem heimsótti dýragarðinn. „Venjulega sér móðirin um ungana, en nú þurftum við að taka það hlutverk að okkur.“ Útungunarofn í farangri Eggin fundust í handfarangri þriggja þýskra smyglara sem komu frá Íslandi. Tollvörður sem uppgötvaði þau sagðist strax hafa séð að þetta væru ekki hænuegg. Í farangri þeirra fannst einnig útungunarofn sem hélt eggjunum heitum fram að brottför. Eggin voru flutt með hraði í bíl með sírenur í fullum gangi í Blijdorp dýragarðinn sem hefur reynslu af útungun sjaldgæfra fugla, þar á meðal lunda. Allar útungunarvélar garðsins voru nýttar. Ungarnir báru sig vel, voru bólusettir og merktir. Þeir fengu að slaka á bak við tjöldin áður en gestir fengu að bera þá augum. Arðbær glæpastarfsemi Auk lundaeggja voru þýsku smyglararnir með 28 egg frá skúfönd og æðarfugli. Aðeins níu ungar lifðu úr þeim eggjum. Lundinn nýtur verndar hér á landi og sækjast smyglarar í hann samkvæmt umfjöllun NOS. Hollenska eftirlitsstofnunin NVWA hefur kallað viðskipti með verndaðar tegundir eina arðbærustu glæpastarfsemi heims. Fullorðinn lundi getur selst fyrir nokkur þúsund evrur. Einn fékk nafnið Mitchell Ungarnir í Blijdorp verða áfram þar til þeir styrkjast og verða síðan fluttir í aðra dýragarða til að taka þátt í alþjóðlegu ræktunarátaki. Þeim verður ekki sleppt lausum í náttúruna enda eigi þeir lítinn möguleika þar uppaldir af mönnum. Smyglararnir voru í síðustu viku dæmdir til að greiða 7.500 evrur í sekt hver eða sem svarar til um milljón króna. Tollvörðurinn sem fann eggin segir líklega ætla að heimsækja fuglana aftur. Stór ástæða er nýleg nafngjöf eins lundans sem hefur fengið nafnið Mitchell í höfuðið á tollverðinum en alla jafna er dýrum í Blijdorp ekki gefin nöfn.
Fuglar Holland Þýskaland Smygl Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira