„Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. september 2025 10:02 Birna er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti „Ég er stolt af því að hafa stigið út fyrir minn eigin þægindaramma og tekið þátt í keppni eins og þessari, því það er stórt skref í átt að því að treysta á sjálfa mig,“ segir Birna Dís Baldursdóttir, nemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Birna Dís Baldursdóttir Aldur: 16 ára Starf eða skóli? Ég er í Menntaskólanum við Sund og vinn í Ísbúð Huppu. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi segja ákveðin, fyndin og skemmtileg! Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Líklegast að ég sé að taka þátt í Ungfrú Ísland TEEN. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín vegna þess að hún hefur kennt mér svo margt og er alltaf til staðar og er bara langbest! Hvað hefur mótað þig mest? Líklegast að stíga út fyrir þægindarammann, til dæmis að taka þátt í þessari keppni sem hefur gefið mér aukið sjálfstraust! Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mesta áskorunin hefur líklega verið að treysta sjálfri mér og trúa á sjálfa mig. Ég var til dæmis í mjög vondum félagsskap fyrsta árið mitt í menntaskóla og það dró mig mjög niður. Ég komst í gegnum það með því að umkringja mig fólki sem mér þykir vænt um og skiptir mér mestu máli, og með því að minna mig á að allar framfarir byrja með einu skrefi. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að taka þátt í Ungfrú Ísland þar sem þetta er að fara út fyrir þægindarammann. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga svona góða fjölskyldu og vini sem styðja mig í öllu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það er engin sérstök leið, en mér finnst gott að dreifa huganum, fara hitta vini og reyna bara hugsa um eitthvað annað. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að bera virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum og vera alltaf trúr sjálfri mér sama hvað. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef sem betur fer ekki lent í neinu slæmu, hef einu sinni brotið á mér hendina útaf því að ég datt úr rólu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður… mig langar ótrúlega mikið að vera með leyndan hæfileika. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er góðhjartað, heiðarlegt og ber virðingu fyrir öllum. En óheillandi? Þegar fólk kann ekki að samgleðjast öðrum. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti eru geitungar og sprautur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig fyrir mér að ég búi erlendis og verði rík! Veit samt ekki alveg hvað mig langar til að gera en mín stefna núna er að stofna mitt eigið fyrirtæki eða jafnvel fara í lögfræði. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Klárlega taco. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég tek Skyfall með Adele eða eitthvað Mama Mia lag! Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt marga fræga, hef hitt nokkra íslenska rappara eins og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer rosalega eftir hver það er, en finnst betra í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi byrja á því að gefa pening til barna í neyð og síðan setja restina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mig hefur alltaf langað til að keppa í keppninni sjálfri og síðan sá ég að það var TEEN og bara stökk á tækifærið. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að treysta meira á sjálfa mig, að bera mig betur og jafnvel að labba betur í hælum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Sjálfsmynd skiptir mjög miklu máli. Í dag sérstaklega er ungt fólk að glíma við óöryggi vegna samfélagsmiðla og samanburðar. Ég tel mikilvægt að við lærum að meta okkur sjálf fyrir það hver við erum, ekki bara hvernig við lítum út. Það er ekki auðvelt að byggja upp sterka sjálfsmynd, en það byrjar með því að sýna sjálfum sér virðingu. Ég er stolt af því að hafa stigið út fyrir minn eigin þægindarammann og tekið þátt í keppni eins og þessari, því það er stórt skref í átt að því að treysta á sjálfa mig. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera fyrirmynd, hafa sjálfstraust, sýna öðrum virðingu, vera góðhjörtuð og ekki síst vera hún sjálf! Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Vegna þess að ég tel mig vera góða fyrirmynd. Mig langar að sýna fólki að það sé svo gaman að stíga út fyrir þægindarammann og elta sína drauma. Og það að vera ungfrú snýst ekki um fegurð heldur styrk. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er óhrædd við að viðurkenna óöryggið mitt og hef lært að snúa því í styrk. Ég er líka mjög einlæg og vil virkilega læra og vaxa í þessu ferli. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég myndi segja símanotkun þar sem allir eru háðir símanum sínum nú til dags og við gleymum að lifa í augnablikinu. Og hvernig mætti leysa það? Kannski bara vekja athygli fólks að þú átt bara daginn í dag og ef þú eyðir honum í símanum missirðu af svo miklu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir mega hafa sína skoðun, og ef fólk hefur neikvæða skoðun á þessari keppni þá gerir fólk bara það. En það sem það getur kannski haft í huga er að þetta er val okkar að taka þátt í þessari keppni. Þetta er bara hópur af stelpum með sama áhugamálið, alveg eins og aðrar stelpur/strákar geta haft áhugamál á einhverju öðru. Ég til dæmis tók þátt í þessu til að byggja upp betra sjálfstraust, verða betri og kynnast nýjum og frábærum stelpum. Ég er ekki hér til að keppast um fegurð heldur til að skapa minningar og hafa gaman. Ungfrú Ísland Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Birna Dís Baldursdóttir Aldur: 16 ára Starf eða skóli? Ég er í Menntaskólanum við Sund og vinn í Ísbúð Huppu. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi segja ákveðin, fyndin og skemmtileg! Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Líklegast að ég sé að taka þátt í Ungfrú Ísland TEEN. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín vegna þess að hún hefur kennt mér svo margt og er alltaf til staðar og er bara langbest! Hvað hefur mótað þig mest? Líklegast að stíga út fyrir þægindarammann, til dæmis að taka þátt í þessari keppni sem hefur gefið mér aukið sjálfstraust! Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mesta áskorunin hefur líklega verið að treysta sjálfri mér og trúa á sjálfa mig. Ég var til dæmis í mjög vondum félagsskap fyrsta árið mitt í menntaskóla og það dró mig mjög niður. Ég komst í gegnum það með því að umkringja mig fólki sem mér þykir vænt um og skiptir mér mestu máli, og með því að minna mig á að allar framfarir byrja með einu skrefi. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að taka þátt í Ungfrú Ísland þar sem þetta er að fara út fyrir þægindarammann. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga svona góða fjölskyldu og vini sem styðja mig í öllu. Hvernig tekstu á við stress og álag? Það er engin sérstök leið, en mér finnst gott að dreifa huganum, fara hitta vini og reyna bara hugsa um eitthvað annað. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að bera virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum og vera alltaf trúr sjálfri mér sama hvað. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hef sem betur fer ekki lent í neinu slæmu, hef einu sinni brotið á mér hendina útaf því að ég datt úr rólu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, því miður… mig langar ótrúlega mikið að vera með leyndan hæfileika. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk er góðhjartað, heiðarlegt og ber virðingu fyrir öllum. En óheillandi? Þegar fólk kann ekki að samgleðjast öðrum. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti eru geitungar og sprautur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig fyrir mér að ég búi erlendis og verði rík! Veit samt ekki alveg hvað mig langar til að gera en mín stefna núna er að stofna mitt eigið fyrirtæki eða jafnvel fara í lögfræði. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Klárlega taco. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég tek Skyfall með Adele eða eitthvað Mama Mia lag! Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hef ekki hitt marga fræga, hef hitt nokkra íslenska rappara eins og Aron Can. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer rosalega eftir hver það er, en finnst betra í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi byrja á því að gefa pening til barna í neyð og síðan setja restina í sparnað. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mig hefur alltaf langað til að keppa í keppninni sjálfri og síðan sá ég að það var TEEN og bara stökk á tækifærið. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært að treysta meira á sjálfa mig, að bera mig betur og jafnvel að labba betur í hælum. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Sjálfsmynd skiptir mjög miklu máli. Í dag sérstaklega er ungt fólk að glíma við óöryggi vegna samfélagsmiðla og samanburðar. Ég tel mikilvægt að við lærum að meta okkur sjálf fyrir það hver við erum, ekki bara hvernig við lítum út. Það er ekki auðvelt að byggja upp sterka sjálfsmynd, en það byrjar með því að sýna sjálfum sér virðingu. Ég er stolt af því að hafa stigið út fyrir minn eigin þægindarammann og tekið þátt í keppni eins og þessari, því það er stórt skref í átt að því að treysta á sjálfa mig. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að vera fyrirmynd, hafa sjálfstraust, sýna öðrum virðingu, vera góðhjörtuð og ekki síst vera hún sjálf! Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Vegna þess að ég tel mig vera góða fyrirmynd. Mig langar að sýna fólki að það sé svo gaman að stíga út fyrir þægindarammann og elta sína drauma. Og það að vera ungfrú snýst ekki um fegurð heldur styrk. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég er óhrædd við að viðurkenna óöryggið mitt og hef lært að snúa því í styrk. Ég er líka mjög einlæg og vil virkilega læra og vaxa í þessu ferli. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég myndi segja símanotkun þar sem allir eru háðir símanum sínum nú til dags og við gleymum að lifa í augnablikinu. Og hvernig mætti leysa það? Kannski bara vekja athygli fólks að þú átt bara daginn í dag og ef þú eyðir honum í símanum missirðu af svo miklu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir mega hafa sína skoðun, og ef fólk hefur neikvæða skoðun á þessari keppni þá gerir fólk bara það. En það sem það getur kannski haft í huga er að þetta er val okkar að taka þátt í þessari keppni. Þetta er bara hópur af stelpum með sama áhugamálið, alveg eins og aðrar stelpur/strákar geta haft áhugamál á einhverju öðru. Ég til dæmis tók þátt í þessu til að byggja upp betra sjálfstraust, verða betri og kynnast nýjum og frábærum stelpum. Ég er ekki hér til að keppast um fegurð heldur til að skapa minningar og hafa gaman.
Ungfrú Ísland Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Ástfangin á ný Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira