Lífið

Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Svali og Jóhanna byrjuðu saman árið 2001.
Svali og Jóhanna byrjuðu saman árið 2001. Instagram

Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, og Jóhanna Katrín Guðnadóttir hárgreiðslukona eru farin í sundur eftir tuttugu og fjögurra ár samband. Mbl.is greindi fyrst frá.

Svali og Jóhanna fluttu saman til Tenerife ásamt börnum sínum í lok árs 2017 og fluttu aftur heim árið 2023 eftir að hafa búið þar í rúm fimm ár. Samtals eiga þau fimm börn.

Svali hefur enn annan fótinn á paradísareyjunni fögru þar sem hann rekur ferðafyrirtækið Tenerife ferðir, auk þess sem hann starfar sem fasteignasali hjá Novus Habitat á Spáni. Þess á milli gleður hann hlustendur Bylgjunnar.

Svali og Jóhanna trúlofuðu sig árið 2006 og gengu í það heilaga á Búðum árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.