Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. september 2025 12:00 Linda er meðal keppena í Ungfrú Ísland Teen. Arnór Trausti „Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér,“ segir Linda Amina Shamsudin, hárgreiðslunemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Linda Amina Shamsudin. Aldur: 19 ára í október. Starf eða skóli? Ég er að ljúka hárgreiðslunámi í Tækniskólanum. Samhliða starfa ég sem vaktstjóri á Huppu í Mosfellsbæ og vinn einnig við að klippa í Stúdíó Laugum. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem ævintýragjarnri, þrautseigri og umhyggjusamri. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart ég sé útskrifaðuð sem dansari af listdansbraut JSB. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er mín stærsta fyrirmynd í lífinu – ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hvað hefur mótað þig mest? Ég varð fyrir miklu einelti í barnaskóla og sú reynsla hefur mótað mig til hins betra. Hún styrkti þrautseigju mína, gaf mér sjálfsöryggi og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég og fjölskyldan höfum staðið frammi fyrir voru erfiðar aðstæður þar sem ekkert augljóst svar var til. Ég komst í gegnum það með mikilli þrjósku og hvatningu fjölskyldu og vina sem hjálpaði mér að takast á við áskoranirnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa opnað mig meira og stigið út fyrir þægindarammann á síðustu árum. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fólkið í kringum mig- fjölskyldan mín og vinkonur mínar sem styðja mig og trúa á mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst gott að ræða við mitt fólk um það sem liggur mér á hjarta og tek eitt skref í einu. Mér finnst gott að skella mér í ræktina, sund eða út að ganga til að tæma hugann. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að vera ég sjálf og ekki láta óöryggi eða álit annarra hafa áhrif á mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég labbaði einu sinni inn í vitlausan bíl, spennti mig í beltið og sagði: „Jæja, ætlarðu ekki að keyra?“ Ég mun aldrei gleyma augnaráðinu frá bílstjóranum. Núna passa ég mig alltaf að skoða bílnúmerið áður en ég sest upp í bíl hjá öðrum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, hef ekki uppgötva það ennþá! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér. En óheillandi? Mér finnst óheiðarleiki mjög óheillandi, því þá tapast traust og samskiptin verða óskýr. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern nákominn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig ferðast um heiminn, búa í fallegu húsi með manni, börnunum og Rottweilernum Bubba. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Eldbökuð pizza, það er best í heiminum – sérstaklega á Málaga! Hvaða lag tekur þú í karókí? Backstreet Boys: Tell Me Why, það er algjör snilld. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Herra Hnetusmjör og Kristmund Axel. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs klárlega samskipti í eigin persónu. Mér finnst erfitt að greina hvort fólk sé að grínast eða tala alvarlega í síma eða í gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi gera vel við mig, fara í góða utanlandsferð (mig hefur alltaf dreymt um að heimsækja Asíu!) og fjárfesta afgangnum með góðri ávöxtun. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef horft á margar keppnir og alltaf fundist þetta heillandi, en aldrei þorað að sækja um. Að taka þetta skref núna er gríðarleg áskorun sem ég mun svo sannarlega ekki sjá eftir. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Koma fram, sýna sjálfstæði, sýna töluvert meira þakklæti, byggja upp sjálfstraust og vera öruggari – ásamt heilmiklu í viðbót. Þetta tækifæri er sjúklega uppbyggjandi og ég er mjög þakklát fyrir að vera partur af þessum frábæra hópi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir baráttunni gegn einelti. Ég vil nýta mína eigin reynslu til að styðja aðra og vekja meðvitund um mikilvægi þess að sýna hvert öðru virðingu og umhyggju. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Sjálfsöryggi – það skiptir máli hvernig við berum okkur. Við þurfum að vera hlý, kurteis, einlæg. Að geta talað um reynsluna okkar á uppbyggilegan hátt, talað hátt og skýrt, tjáð tilfinningar sínar og skoðanir á áhrifaríkan hátt. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen vegna þess að mig langar að nýta rödd mína til góðra málefna, skapa jákvæð áhrif í samfélaginu og taka þátt í verkefnum sem skipta máli. Mig langar að hvetja aðra til að trúa á sjálfan sig og vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ólíkar á okkar eigin hátt og allar frábærar, en ég tel að það sem greini mig frá öðrum keppendum sé blanda af ákveðni og djúpum persónuleika. Þetta gerir mér kleift að tengjast fólki á einlægan og lifandi hátt, ásamt ástríðu minni fyrir því að hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta vandamálið sem kynslóðin mín standi frammi fyrir sé einelti og neteinelti. Það getur haft mjög alvarleg áhrif á líðan og sjálfsmynd ungs fólks. Og hvernig mætti leysa það? Við getum leyst þetta með því að standa saman, styðja þá sem verða fyrir einelti og fræða fólk um afleiðingarnar. Við þurfum öll að sýna hvert öðru góðvild, virðingu og umhyggju, og ekki hika við að grípa inn í þegar við verðum vitni að slíku. Við eigum öll skilið að vera á þessari jörð og við erum öll falleg og einstök á okkar hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á að fegurðarsamkeppnir eru uppbyggjandi og dýrmæt reynsla fyrir ungar stelpur sem vilja stíga út fyrir þægindarammann sinn. Þær snúast ekki eingöngu um útlit heldur gefa þátttakendum tækifæri til að byggja upp sjálfsöryggi, tala fyrir málaflokkum sem þær brenna fyrir, sýna styrkleika sína og vera fyrirmyndir ungra stelpna. Ekki láta álit annarra hafa áhrif á það sem þú vilt gera – við skulum aldrei gleyma því. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Ég heiti Linda Amina Shamsudin. Aldur: 19 ára í október. Starf eða skóli? Ég er að ljúka hárgreiðslunámi í Tækniskólanum. Samhliða starfa ég sem vaktstjóri á Huppu í Mosfellsbæ og vinn einnig við að klippa í Stúdíó Laugum. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem ævintýragjarnri, þrautseigri og umhyggjusamri. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart ég sé útskrifaðuð sem dansari af listdansbraut JSB. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er mín stærsta fyrirmynd í lífinu – ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hvað hefur mótað þig mest? Ég varð fyrir miklu einelti í barnaskóla og sú reynsla hefur mótað mig til hins betra. Hún styrkti þrautseigju mína, gaf mér sjálfsöryggi og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana?Mesta áskorunin sem ég og fjölskyldan höfum staðið frammi fyrir voru erfiðar aðstæður þar sem ekkert augljóst svar var til. Ég komst í gegnum það með mikilli þrjósku og hvatningu fjölskyldu og vina sem hjálpaði mér að takast á við áskoranirnar. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa opnað mig meira og stigið út fyrir þægindarammann á síðustu árum. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fólkið í kringum mig- fjölskyldan mín og vinkonur mínar sem styðja mig og trúa á mig. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst gott að ræða við mitt fólk um það sem liggur mér á hjarta og tek eitt skref í einu. Mér finnst gott að skella mér í ræktina, sund eða út að ganga til að tæma hugann. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræði sem ég hef fengið er að vera ég sjálf og ekki láta óöryggi eða álit annarra hafa áhrif á mig. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég labbaði einu sinni inn í vitlausan bíl, spennti mig í beltið og sagði: „Jæja, ætlarðu ekki að keyra?“ Ég mun aldrei gleyma augnaráðinu frá bílstjóranum. Núna passa ég mig alltaf að skoða bílnúmerið áður en ég sest upp í bíl hjá öðrum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei, hef ekki uppgötva það ennþá! Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér. En óheillandi? Mér finnst óheiðarleiki mjög óheillandi, því þá tapast traust og samskiptin verða óskýr. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa einhvern nákominn. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig ferðast um heiminn, búa í fallegu húsi með manni, börnunum og Rottweilernum Bubba. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Eldbökuð pizza, það er best í heiminum – sérstaklega á Málaga! Hvaða lag tekur þú í karókí? Backstreet Boys: Tell Me Why, það er algjör snilld. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Herra Hnetusmjör og Kristmund Axel. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég kýs klárlega samskipti í eigin persónu. Mér finnst erfitt að greina hvort fólk sé að grínast eða tala alvarlega í síma eða í gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi gera vel við mig, fara í góða utanlandsferð (mig hefur alltaf dreymt um að heimsækja Asíu!) og fjárfesta afgangnum með góðri ávöxtun. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef horft á margar keppnir og alltaf fundist þetta heillandi, en aldrei þorað að sækja um. Að taka þetta skref núna er gríðarleg áskorun sem ég mun svo sannarlega ekki sjá eftir. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Koma fram, sýna sjálfstæði, sýna töluvert meira þakklæti, byggja upp sjálfstraust og vera öruggari – ásamt heilmiklu í viðbót. Þetta tækifæri er sjúklega uppbyggjandi og ég er mjög þakklát fyrir að vera partur af þessum frábæra hópi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir baráttunni gegn einelti. Ég vil nýta mína eigin reynslu til að styðja aðra og vekja meðvitund um mikilvægi þess að sýna hvert öðru virðingu og umhyggju. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Sjálfsöryggi – það skiptir máli hvernig við berum okkur. Við þurfum að vera hlý, kurteis, einlæg. Að geta talað um reynsluna okkar á uppbyggilegan hátt, talað hátt og skýrt, tjáð tilfinningar sínar og skoðanir á áhrifaríkan hátt. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen vegna þess að mig langar að nýta rödd mína til góðra málefna, skapa jákvæð áhrif í samfélaginu og taka þátt í verkefnum sem skipta máli. Mig langar að hvetja aðra til að trúa á sjálfan sig og vera fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar svo ólíkar á okkar eigin hátt og allar frábærar, en ég tel að það sem greini mig frá öðrum keppendum sé blanda af ákveðni og djúpum persónuleika. Þetta gerir mér kleift að tengjast fólki á einlægan og lifandi hátt, ásamt ástríðu minni fyrir því að hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég tel að stærsta vandamálið sem kynslóðin mín standi frammi fyrir sé einelti og neteinelti. Það getur haft mjög alvarleg áhrif á líðan og sjálfsmynd ungs fólks. Og hvernig mætti leysa það? Við getum leyst þetta með því að standa saman, styðja þá sem verða fyrir einelti og fræða fólk um afleiðingarnar. Við þurfum öll að sýna hvert öðru góðvild, virðingu og umhyggju, og ekki hika við að grípa inn í þegar við verðum vitni að slíku. Við eigum öll skilið að vera á þessari jörð og við erum öll falleg og einstök á okkar hátt. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á að fegurðarsamkeppnir eru uppbyggjandi og dýrmæt reynsla fyrir ungar stelpur sem vilja stíga út fyrir þægindarammann sinn. Þær snúast ekki eingöngu um útlit heldur gefa þátttakendum tækifæri til að byggja upp sjálfsöryggi, tala fyrir málaflokkum sem þær brenna fyrir, sýna styrkleika sína og vera fyrirmyndir ungra stelpna. Ekki láta álit annarra hafa áhrif á það sem þú vilt gera – við skulum aldrei gleyma því.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02