Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 14:30 Guðmundur Guðmundsson er afar kröfuharður þjálfari, að sögn Bent Nyegaard sem tjáði sig um brottrekstur Guðmundar á TV 2. Skjáskot/TV 2 Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard sagðist vel geta skilið hvers vegna forráðamenn Fredericia ákváðu að segja þjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni upp, þrátt fyrir þann mikla árangur sem hann hefði náð. Fredericia tilkynnti í gærmorgun að Guðmundur hefði verið rekinn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á nýrri leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni, eftir mikinn uppgang frá því að Guðmundur tók við liðinu sumarið 2022 sem meðal annars fól í sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Nyegaard svaraði spurningum TV 2 um brottrekstur Guðmundar og sagði liðið hafa verið hætt að spila í anda þessa farsæla þjálfara: „Ég skil það ótrúlega vel [að Guðmundur hafi verið rekinn]. Það eru auðvitað þessi þrjú töp í byrjun tímabilsins en þeir áttu líka mjög slæman endi á síðustu leiktíð með fimm töpum í síðustu sex leikjunum, svo það hefur verið aðdragandi að þessu, að þetta lítur ekki lengur út eins og mannskapurinn hans Guðmundar Guðmundssonar,“ sagði Nyegaard. Aðspurður hvort að forráðamenn Fredericia hefðu átt að bregðast við fyrr kvaðst Nyegaard ekki sammála því. Liðið hefur enda náð afar góðum árangri undir stjórn Guðmundar og gerður var nýr samningur við hann í fyrra, eftir að liðið hafði komist í fjögurra liða úrslitin í danska bikarnum, náð 2. sæti í deild og spilað svo til úrslita um meistaratitilinn. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi,“ sagði Guðmundur við Vísi í fyrrasumar. „Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í fyrra. Þó að Fredericia hafi svo endað í 3. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð þá fór úrslitakeppnin illa og því virðist þolinmæðin hafa verið lítil í upphafi nýs tímabils nú í haust. „Þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann“ „Ég held að það hafi verið sanngjarnt að gefa Guðmundi sénsinn áfram,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Danski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Fredericia tilkynnti í gærmorgun að Guðmundur hefði verið rekinn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á nýrri leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni, eftir mikinn uppgang frá því að Guðmundur tók við liðinu sumarið 2022 sem meðal annars fól í sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Nyegaard svaraði spurningum TV 2 um brottrekstur Guðmundar og sagði liðið hafa verið hætt að spila í anda þessa farsæla þjálfara: „Ég skil það ótrúlega vel [að Guðmundur hafi verið rekinn]. Það eru auðvitað þessi þrjú töp í byrjun tímabilsins en þeir áttu líka mjög slæman endi á síðustu leiktíð með fimm töpum í síðustu sex leikjunum, svo það hefur verið aðdragandi að þessu, að þetta lítur ekki lengur út eins og mannskapurinn hans Guðmundar Guðmundssonar,“ sagði Nyegaard. Aðspurður hvort að forráðamenn Fredericia hefðu átt að bregðast við fyrr kvaðst Nyegaard ekki sammála því. Liðið hefur enda náð afar góðum árangri undir stjórn Guðmundar og gerður var nýr samningur við hann í fyrra, eftir að liðið hafði komist í fjögurra liða úrslitin í danska bikarnum, náð 2. sæti í deild og spilað svo til úrslita um meistaratitilinn. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi,“ sagði Guðmundur við Vísi í fyrrasumar. „Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í fyrra. Þó að Fredericia hafi svo endað í 3. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð þá fór úrslitakeppnin illa og því virðist þolinmæðin hafa verið lítil í upphafi nýs tímabils nú í haust. „Þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann“ „Ég held að það hafi verið sanngjarnt að gefa Guðmundi sénsinn áfram,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard.
Danski handboltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira