Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2025 21:41 Nýskorinn hvalur í þorpinu Qaarsut. Egill Aðalsteinsson Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana. Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Í fréttum Sýnar var grænlensk hvalveiðibyggð lengst norðan heimskautsbaugs heimsótt, þorpið Qaarsut. Það er á 71 breiddargráðu norðan Diskó-eyju. Í þessari 170 manna byggð lifa íbúarnir einkum á fiskveiðum, selveiðum og hvalveiðum og hér eru bæði verslun og barnaskóli. Þeir sækja aflann á smábátum, stunda greinilega línuveiðar og hafa sitt beitningafólk. Þetta fólk var að beita línu í fjörunni. Ísjakarnir lóna fyrir utan.Egill Aðalsteinsson Einnig starfa margir við flugvöllinn, sem þjónar jafnframt bænum Uumunnaq á eyju skammt frá. Í þeim bæ búa 1.400 manns og eru flugfarþegar ferjaðir á milli í þyrlu til móts við stærri flugvél. En það eru hvalirnir sem synda innan um borgarísjakana rétt utan þorpsins sem fanga athygli okkar. Okkur sýnast þetta vera hrefnur en þær eru langalgengasta bráð grænlenskra hvalveiðimanna. Hvalina má glögglega sjá hér í frétt Sýnar: Alþjóðasamfélagið viðurkennir veiðar þeirra sem frumbyggjaveiðar og í fjörunni sjáum við hrefnu sem menn eru langt komnir með að skera. Þorpsbúi sagði okkur reyndar að sú hefði verið skotin eftir að hafa særst við að lenda í árekstri við bát. Hvalskurðurinn fer fram á steinklöpp.Egill Aðalsteinsson Við giskum á að mannfólkið hafi byrjað á að ná í bestu bitana af hvalnum fyrir sig. Svo fer kannski restin í að fæða sleðahundana sem virðast vera nánast við hvert einasta heimili í þorpinu. Sleðahundar virðast vera við hvert einasta íbúðarhús í þorpinu.Egill Aðalsteinsson Grænlenska landsstjórnin gefur út hvalveiðikvóta í samræmi við ráðgjöf frá Alþjóðahvalveiðiráðinu og hafa þeir verið óbreyttir mörg ár í röð; 164 hrefnur og 31 stórhveli, þar af nítján langreyðar, tíu hnúfubakar og tveir sléttbakar. Auk þess hafa íbúar Austur-Grænlands sérkvóta upp á tuttugu hrefnur. Um 170 manns búa í þorpinu Qaarsut.Egill Aðalsteinsson. Reyndin undanfarin ár hefur verið sú að um 150 hvalir hafa veiðst árlega, langmest hrefnur. Í fyrra veiddu Grænlendingar 143 hrefnur en aðeins þrjú stórhveli, tvær langreyðar og einn hnúfubak og vantaði því talsvert upp á að þeir næðu að klára hvalveiðikvótana.
Grænland Hvalveiðar Hvalir Norðurslóðir Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna