Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2025 20:04 Plokkara vinkonurnar á Selfossi með viðurkenningarskjalið sitt. Frá vinstri, Ágústa, Sigrún, Gunndís og Katrín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Umhverfisverðlaun Árborgar voru afhent á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi í sumar og þá fengu vinkonurnar verðlaunin fyrir sitt framtak en þær hittast tvisvar í viku og ganga um göturnar á Selfossi og plokka og tína upp allt rusl, sem á vegi þeirra verður. Allar eru þær eldri borgarar, komnar yfir áttrætt og segja plokkið gefa þeim góða hreyfingu og þær kalla sig Tínurnar. Þetta eru þær Katrín Þóroddsdóttir, Ágústa Guðlaugsdóttir, Sigrún Skúladóttir og Gunndís Sigurðardóttir. Er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, það er voða gaman hjá okkur. Gaman að spjalla og svona. Við erum með verki þegar við komum heim af hlátri, heyrum illa og misskiljum og allt, allur pakkinn,” segir Ágústa hlæjandi. En hvers konar rusl er það, sem þær tína mest af? „Ísmál og huppuskeiðar, já, og allskonar, til dæmis föt og vettlingar og sokkar og hvað eina og veip og nærbuxur finnum við stundum”, segir Sigrún. Þetta er þá mjög fjölbreytt, sem þið finnið? „Já, já, algjörlega, það vantar ekkert upp á það,” segir Gunndís. Konurnar eru að vonum mjög ánægðar og stoltar aðhafa fengið Umhverfisverðlaun Árborgar 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir púðar og það, púðarnir, sem fólk er að troða upp í sig, þeir eru hræðilegir og það er mikið af þeim og líka sígarettustubbar”, segir Ágústa. Eruð þið ekki stoltar af umhverfisverðlaununum, sem þið fenguð? „Jú, mjög, það er bara frábært,” segir Katrín. „Það eru margir að stoppa okkur úti á götu og þakka okkur fyrir og segja hvað við séum duglegar," bætir Gunndís við. Og konurnar eru með kúst og fægiskúffu með sér þegar þær sjá glerbrot úti á víðavangi, þá er því öllu sópað saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sorphirða Eldri borgarar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira