„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 12:03 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um kynferðisbrot gegn dreng á miðstigi í grunnskóla eftir að hafa brotist inn í herbergi hans aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í þriggja daga gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir manninum. Í viðtali við Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs hjá lögreglu, kemur fram að búið hafi verið að tryggja rannsóknarhagsmuni og ekki hafi legið fyrir sterkur grunur sem er grundvöllur fyrir því að sakborningur sé í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Segir skilyrði gæsluvarðhalds vel skilgreind í íslenskum lögum Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur, segir ákveðin lagaleg skilyrði þurfa að liggja fyrir til að frelsissvipta fólk, ekki sé nóg að gögn séu til staðar sem bendi til að viðkomandi brjóti af sér. „Það er ekki nóg heldur þarf líka að vera hætta á að það trufli rannsóknina ef viðkomandi er laus, til dæmis að hann tali við vitni, feli sönnunargögn, flýi úr landi, haldi áfram að brjóta af sér eða sjónarmið að það sé verið að vernda samfélagið. Að samfélaginu stafi hætta af því að viðkomandi sé laus,“ sagði Margrét í samtali við fréttastofu Sýnar. Hún nefnir sem dæmi mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi þar sem menn hafa setið í gæsluvarðahaldi vikum saman vegna hættu á að rannsóknarhagmunir spillist. „Í ljósi þess hversu alvarlegt brot þetta er sem þessi einstaklingur er grunaður um þá er skiljanlegt í mínum huga að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus. Þetta er skilgreint í íslenskum lögum hvað þarf að liggja fyrir og lögreglan hefur greinilega ekki talið sig uppfylla þessi skilyrði.“ „Þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlegra“ Margrét segir hámarksrefsingu í íslenskum lögum fyrir brot sem þetta sé 16 ár og því eðlilegt að fólki finnist skrýtið að hinn grunaði gangi laus. „Ég man ekki eftir samskonar máli. Þetta er akkúrat svona mál sem ég held að veki einna mestan ótta hjá flestum foreldrum. Þarna er barnið öruggt inn á sínu heimiili og það er brotist inn á það og þetta gerist eiginlega ekki mikið alvarlega.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira